Hrútafundir 2023
Útgáfu hrútaskrár verður fylgt eftir að vanda með kynningarfundum víðs vegar um land að því er fram kemur í tilkynningu frá Eyþóri Einarssyni hjá Rágjafarmiðstöð landbúnaðarins.
Útgáfu hrútaskrár verður fylgt eftir að vanda með kynningarfundum víðs vegar um land að því er fram kemur í tilkynningu frá Eyþóri Einarssyni hjá Rágjafarmiðstöð landbúnaðarins.
Hinir árlegu hrútafundir, þar sem hrútaskráin er kynnt og ræktunarmálin rædd, eru nú aftur komnir á dagskrá, en þeir hafa ekki verið haldnir síðastliðin tvö ár vegna Covid-faraldursins. Í heildina verða kynntir 23 nýir hrútar inn á sæðingastöðvarnar í Þorleifskoti og Borgarnesi.
Vel var mætt að vanda á hrútafund sem haldinn var í Hlíðarbæ í lok nóvember, en tæplega 50 sauðfjárræktendur og áhugafólk var á staðnum.