Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Fróði frá Bjargi í Miðfirði er nýr á sæðingastöð.
Fróði frá Bjargi í Miðfirði er nýr á sæðingastöð.
Fréttir 23. nóvember 2022

Alls verða 23 nýir hrútar kynntir inn á sæðingastöðvarnar

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Hinir árlegu hrútafundir, þar sem hrútaskráin er kynnt og ræktunarmálin rædd, eru nú aftur komnir á dagskrá, en þeir hafa ekki verið haldnir síðastliðin tvö ár vegna Covid-faraldursins. Í heildina verða kynntir 23 nýir hrútar inn á sæðingastöðvarnar í Þorleifskoti og Borgarnesi.

Um samvinnuverkefni er að ræða milli Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins og búnaðar­sambandanna. Í yfirliti um fundaröðina sést að fundað er í flestum sýslum landsins. Gert er ráð fyrir að fundirnir hefjist um leið og hrútaskráin kemur úr prentun, en fyrsti fundur verður mánudaginn 21. nóvember

Hrútafundirnir eru nú aftur komnir á dagskrá eftir tveggja ára hlé.

Fyrsta skipti hrútar með ARR-arfgerð

Að sögn Eyþórs Einarssonar hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins er markmið hrútafundanna að kynna hrútakost sæðingastöðvanna. „Þetta er líka mikilvægur vettvangur til að ræða ræktunarstarfið. Það er ýmislegt sem brennur á mönnum, enda hefur ekki verið tækifæri til að halda þessa fundi núna í nokkurn tíma.

Það má segja að hrútakosturinn í ár marki ákveðinn tímamót þar sem nú verður í fyrsta skipti boðið upp á hrúta með hina svokölluðu ARR­arfgerð – sem er verndandi gegn riðuveiki – og hrúta með breytileikann T137, sem miklar vonir eru bundnar við að veiti einnig vernd. Alls verða 19 hrútar í vetur sem bera arfgerðir sem bundnar eru vonir við að séu lítið næmar eða verndandi, en rannsóknir á því eru í gangi. Hugsanlega verður hægt að greina frá niðurstöðum á fundunum, úr fyrstu rannsóknum á samanburði á næmleika mismunandi arfgerða fyrir riðuveiki,“ segir Eyþór.

Forystuhrúturinn, Frakki frá Holti í Þistilfirði, er nýr á sæðingastöð.

Hrútakosturinn samanstendur af 47 hrútum

Að sögn Eyþórs verða 23 nýir hrútar kynntir, en í heildina samanstendur hrútakosturinn af 47 hrútum á sæðingastöðvunum í Þorleifskoti og Borgarnesi.

„Þá verður að finna eitthvað fræðsluefni í skránni, meðal annars grein um erfðagallann bógkreppu,“ segir hann.

Skylt efni: Hrútaskrá | hrútafundir

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...