Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Stigahæsti hrúturinn í Eyjafirði á liðnu hausti, lamb númer 32 á Hríshóli.
Stigahæsti hrúturinn í Eyjafirði á liðnu hausti, lamb númer 32 á Hríshóli.
Fréttir 2. janúar 2020

Hríshólslamb númer 31 stigahæst

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Vel var mætt að vanda á hrútafund sem haldinn var í Hlíðarbæ í lok nóvember, en tæplega 50 sauðfjárræktendur og áhugafólk var á staðnum. Eyþór Einarsson, ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, fór yfir hrútakost sæðingastöðvanna og ýmis áherslumál greinarinnar.

BSE veitti viðurkenningar fyrir þrjá stigahæstu lambhrúta sem skoðaðir voru í haust af ráðunautum RML.

Þar stóð efstur, lamb nr. 32 á Hríshóli 2 með 89 stig sem Guðmundur S. Óskarsson og Helga Berglind Hreinsdóttir, bændur þar, eiga. Hann er undan Simba 18-779 sem er undan Tvistssyni. Á bakvið hann eru margir þekktir sæðishrútar eins og Saumur, Gosi auk Bergsstaðahrútanna Gaurs og Grámanns. Lambið var 63 kg, vöðvi 39, fita 3,9 lögun 5, leggur 110. Stigin við dóm : 8-8,5-9,5-10-9,5-18,5-8-8-9 = 89.

Í öðru sæti var lamb nr. 124 á Auðnum 1 í eigu Aðalsteins Heiðmanns Hreinssonar og Sigríðar Svavarsdóttur með 88,5 stig, undan Þræl 16-358 sem er heimahrútur, með ættir að mestu frá Auðnum og nágrannabæjum í Öxnadal. Bakvöðvi lambsins var 40 mm, sem var sá þykkasti sem mældur var hér í haust, ásamt lambi frá Kristnesi. Þyngd 56 kg. fita 3,5 lögun 5, leggur 114 og stig: 8-9-9-10-9-18,5-8-8-9 = 88,5.

Þriðji var hrútur nr. 106 á Hríshóli í eigu Ingva Guðmunds­sonar og var hann einnig með 88,5 stig. Hrúturinn er undan Ragga 18-774 Guttasyni frá Þóroddsstöðum og Þoku 13-030 sem er undan Grámanni frá Bergsstöðum. Þyngd 50 kg, vöðvi 38, fita 2,5 lögun 5, leggur 110. Stig hans eru 8-8,5-9,5-10-9-18,5-8-8-9=88,5.

Átta aðrir hrútar voru með 88,5 stig en raðast neðar samkvæmt viðmiðunarreglum RML.

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...