Heilbrigðir búfjárstofnar eru meðal auðlinda Íslendinga
Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um breytingar á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim.
Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um breytingar á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim.
Blikur eru á lofti í íslenskum landbúnaði um þessar mundir. Þekktur er vandi sauðfjárbænda sem núverandi ríkisstjórn brást við með 665 m. kr. fjárveitingu í fjáraukalögum 2017. Langtímalausn hefur þó ekki verið náð svo sem með því að lögleiða sveiflujöfnun eða beita öðrum verkfærum.