„Ærnar renna eina slóð“ – Um kindagötur
Göngumanni í íslenskum úthaga er það léttir að ramba á kindagötu. Því má treysta að gatan sé haganlega lögð og sjaldan endar hún í ógöngum. Að vísu er kindagata svo mjó að göngumaður með fullvaxta gönguskó á fótum þarf að tileinka sér göngulag tískusýningarkvenna til þess að fylgja henni nákvæmlega. Kindagötur eru verðmætur hluti af íslensku mennin...