Breskir ráðherrar segjast ekki heimila innflutning á klórþvegnu kjúklingakjöti
Breski ráðherrann Georg Eustice, sem fer með umhverfismál í ríkisstjórn Boris Johnsons, tekur undir orð forvera síns, Theresu Villiers, um að ekki verði flutt inn kjúklingakjöt frá Bandaríkjunum sem þvegið hefur verið upp úr klór. Breska blaðið Daily Mirror segir að Bandaríkjamenn hafi verið æfir út af afstöðu Villiers.