Kínverjar koma að byggingu fjölda kolaorkuvera víða um heim
Kínverjar hafa verið í hraðri uppbyggingu í orkugeiranum heima fyrir á öllum sviðum orkuframleiðslu. Þrátt fyrir allt tal um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, þá eru Kínverjar enn á fullu í að byggja upp kolaorkuver, bæði í Kína, öðrum Asíuríkjum, Mið-Austurlöndum, Afríku og í Evrópu samhliða uppbyggingu í vistvænni orku.