Griðasvæði kúa á Indlandi
Það kannast líklega flestir við að litið er á kýr sem heilagar á Indlandi, þ.e. á meðal strangtrúaðra hindúa. Líklega vita færri að þar í landi eru ótal verndarsvæði fyrir kýr, þ.e. svæði eða bú þar sem kúm er komið fyrir og þar geta þær verið allt til dauðadags í friði og ró.