Sex minkabú eftir á landinu
Björn Harðarson, bóndi í Holti í Flóa, hefur tekið við sem formaður deildar loðdýrabænda.
Björn Harðarson, bóndi í Holti í Flóa, hefur tekið við sem formaður deildar loðdýrabænda.
Deild loðdýrabænda hélt búgreinaþing 26. febrúar á Hótel Selfossi. Að sögn Einars E. Einarssonar, bónda að Syðra-Skörðugili og formanns Sambands íslenskra loðdýrabænda, fór þingið vel fram og ýmis hagsmunamál loðdýrabænda rædd.