Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Einar E. Einars­son,
Einar E. Einars­son,
Mynd / HKr
Fréttir 18. mars 2022

Markaðsmálin efst á baugi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Deild loðdýrabænda hélt búgreina­þing 26. febrúar á Hótel Selfossi. Að sögn Einars E. Einars­sonar, bónda að Syðra-Skörðugili og formanns Sambands íslenskra loðdýrabænda, fór þingið vel fram og ýmis hagsmunamál loðdýrabænda rædd.

Stjórn félagsins var endurkjörin þannig að Einar er enn formaður, Björn Harðarson, Holti, er ritari og Þorbjörn Sigurðsson, Ásgerði, meðstjórnandi. Einar verður fulltrúi loðdýrabænda á Búnaðarþingi sem haldið verður 31. mars og 1. apríl næstkomandi.

Markaðsmálin efst á baugi

„Meðlimir Sambands íslenskra loðdýrabænda eru fáir og yfirleitt samstíga þegar kemur að málefnum greinarinnar. Menn hafa miklar áhyggjur af markaðsmálum grein­arinnar og ræddu það sín á milli.

Það hóst skinnauppboð í Kaupmannahöfn í síðustu viku, sama dag og sama morgun og Rússar gerðu innrás í Úkraínu. Samstundis fraus því markaðurinn, enda Rússar næststærstu skinnakaupendur í heimi. Markaðurinn hafði verið á hægri uppleið eftir nokkur erfið ár. Skinnin sem voru í boði í Kaupmannahöfn núna eru frá 2020 og gamlar birgðir. Verðið á því sem selt var hélt frá síðasta ári en þegar upp var staðið seldust ekki nema 13% þeirra skinna sem voru í boði og því ekki að furða þótt menn hafi áhyggjur af markaðinum.“

Áskorun vegna lánamála

Einar segir að önnur mál sem rædd hafi verið á þinginu hafi verið umhverfis- og fóðurmál.

„Við samþykktum að leggja fram eitt mál á komandi Búnaðarþingi og það er áskorun á stjórnvöld um að beita Byggðastofnun í að fjármagna með betri hætti lántökur bænda. Hvort sem það er til jarðakaupa, bygginga og annars sem snýr að framleiðslu á landbúnaðarvörum.“

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...