Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Stjórn deildar minkabænda hjá Bændasamtökum Íslands. Talið frá vinstri: Hjalti Logason, Veronika Narfadóttir og Björn Harðarson formaður.
Stjórn deildar minkabænda hjá Bændasamtökum Íslands. Talið frá vinstri: Hjalti Logason, Veronika Narfadóttir og Björn Harðarson formaður.
Mynd / ál
Fréttir 23. febrúar 2024

Sex minkabú eftir á landinu

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Björn Harðarson, bóndi í Holti í Flóa, hefur tekið við sem formaður deildar loðdýrabænda.

Einar E. Einarsson, sem var minkabóndi á Skörðugili í Skagafirði fram að síðustu áramótum, hefur látið af störfum sem formaður deildar loðdýrabænda og Sambands íslenskra loðdýrabænda. Með Birni í stjórn verða Veronika Narfadóttir frá Túni í Flóa og Hjalti Logason frá Neðri- Dal undir Eyjafjöllum.

Björn hóf minkarækt árið 2012, á þeim tíma sem mikill uppgangur var í greininni og skinnaverð hátt. Fyrstu misserin nýtti hann gömul fjárhús, en tók í notkun nýtt minkahús árið 2014 á sama tíma og verðfall varð á skinnum. Í Holti er jafnframt kúabú sem Björn segir hafa haldið minkabúinu á floti. Þrátt fyrir lágt afurðaverð sé minkarækt skemmtilegur búskapur og félagsskapur loðdýrabænda góður.

Aðspurður um fyrstu verkefnin sem formaður segir Björn nauðsynlegt að draga saman í rekstrinum á félaginu þar sem starfandi minkabændur séu orðnir fáir. Þá þurfi að finna nýjan farveg fyrir verkun skinna í haust, þar sem Einar á Skörðugili tók það verkefni að sér fyrir marga minkabændur.

Nú eru einungis sex minkabú eftir og telur Björn engar horfur á frekari fækkun eins og er. Þar sem búin séu svona fá þurfi að halda vel utan um ræktunarstarfið til að forðast skyldleikaræktun. Ekki sé lengur hægt að sækja kynbótagripi erlendis frá sem séu af sömu gæðum og íslenski stofninn eftir að minkarækt hrundi í Danmörku.

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...