Nanna Rögnvaldardóttir leggur til atlögu við lambakjötsfjallið
Nanna Rögnvaldardóttir er áhugafólki um matreiðslu að góðu kunn, en hún er höfundur margra matreiðslubóka og svo skrifar hún af mikilli ástríðu um mat á bloggi sínu, nannarognvaldar.com. Nýliðinn septembermánuð – og rúmlega það – lagði hún nánast eingöngu undir uppskriftir sem innihalda hráefni úr lamba- og kindakjöti.