Atmonia með tvenns konar tækjabúnað til áburðarframleiðslu
Eins og fram kemur í frétt í nýju Bændablaði, er verið að athuga hagkvæmni þess að reisa áburðarverksmiðju á Reyðarfirði. Gert er ráð fyrir rafgreiningu vatns og framleiðslu á vetnisgasi til framleiðslu á ammoníaki, sem síðan verði umbreytt yfir í nítratáburð, með nýjum tækjabúnaði nýsköpunarfyrirtækisins Atmonia.