YARA lætur smíða fjarstýrt, rafknúið og ómannað gámaflutningaskip
Norðmenn, Finnar, Kínverjar ásamt fragtskipaútgerðum í Singapúr eru nú að huga að smíði ómannaðra flutningaskipa eða eins konar „siglingadróna“. Mun fljótlega hefjast smíði hjá norskri skipasmíðastöð á rúmlega 72 metra (237 feta) rafknúnu skipi sem mun líklega sigla mannlaust 2020.