Þriðja árið í röð þar sem heildargreiðslumark fyrir mjólk er óbreytt
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristján Þór Júlíusson, hefur undirritað breytingu á reglugerð um stuðning við nautgriparækt, en þar er kveðið á um að heildargreiðslumark ársins 2021 verði 145 milljón lítrar af mjólk. Þetta er þriðja árið í röð þar sem heildargreiðslumarkið helst óbreytt.