Kristján Þór nýr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
Kristján Þór Júlíusson Sjálfstæðisflokki verður nýr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins samþykkti tillögur formannsins Bjarna Benediktssonar um ráðherraefni flokksins í hádeginu í dag.
Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna gerði tillögu á þingflokksfundi í hádeginu í dag að Guðmundur Ingi Guðbrandsson yrði umhverfisráðherra, en hann er utan þingflokks og hefur gegnt embætti framkvæmdastjórnar Landverndar á undanförnum árum. Þingflokkurinn samþykkti tillöguna samhljóða. Guðmundur Ingi er líffræðingur og umhverfisfræðingur að mennt.