Sjálfboðaliðar gangi ekki í almenn störf launafólks
Fulltrúar Bændasamtaka Íslands og Starfsgreinasambands Íslands skrifuðu á dögunum undir sameiginlega yfirlýsingu vegna sjálfboðaliða á vinnumarkaði.
Fulltrúar Bændasamtaka Íslands og Starfsgreinasambands Íslands skrifuðu á dögunum undir sameiginlega yfirlýsingu vegna sjálfboðaliða á vinnumarkaði.
Eins og greint var frá í síðasta Bændablaði þá hafa Bændasamtök Íslands verið í samstarfi við Starfsgreinasamband Íslands um að uppræta ólöglegar ráðningar starfsfólks til sveita. Er þar bæði verið að horfa til starfsmanna við hefðbundin bústörf og eins við ferðaþjónustu.
Stórlega hefur færst í vöxt að hingað til lands komi ungt fólk til að ferðast og skoða landið í nokkrar vikur eða mánuði. Bændasamtök Íslands og Starfsgreinasamband Íslands ætla í sameiningu að vinna að betra aðgengi á upplýsingum, á íslensku og ensku, um réttindi og skyldur starfsmanna og launagreiðenda á heimasíðum beggja sambandanna.