Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Drífa Snædal, framkvæmdastjóri SGS, Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri BÍ, Björn Snæbjörnsson, formaður SGS og Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ, undirrita yfirlýsingu vegna sjálfboðaliða.
Drífa Snædal, framkvæmdastjóri SGS, Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri BÍ, Björn Snæbjörnsson, formaður SGS og Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ, undirrita yfirlýsingu vegna sjálfboðaliða.
Mynd / Snorri Már Skúlason
Fréttir 28. febrúar 2017

Sjálfboðaliðar gangi ekki í almenn störf launafólks

Fulltrúar Bændasamtaka Íslands og Starfsgreinasambands Íslands skrifuðu á dögunum undir sameiginlega yfirlýsingu vegna sjálfboðaliða á vinnumarkaði. 
 
Samtökin árétta að það er andstætt kjarasamningum og meginreglum á vinnumarkaði að sjálfboðaliðar gangi í almenn störf launafólks í efnahagslegri starfsemi fyrirtækja og lögbýla. Báðir aðilar eru sammála um mikilvægi þess að fara eftir leikreglum á vinnumarkaði en ekki eru gerðar athugasemdir við þau störf sjálfboðaliða sem byggja á langri venju og sátt hefur verið um, s.s. um störf í smalamennskum og réttum. 
Í yfirlýsingunni segir að samtök á vinnumarkaði hafi axlað sameiginlega ábyrgð á uppbyggingu vinnumarkaðarins og réttindum og skyldum sem þar gilda. Markmið samtaka atvinnurekenda og launafólks er að tryggja áfram samkeppnishæfan vinnumarkað þar sem aðilar vinnumarkaðarins semja um laun og önnur starfskjör í kjarasamningum. Þeir bera þá skyldu að fylgja því eftir að farið sé að leikreglum á vinnumarkaði. Það sé sameiginlegt viðfangsefni aðila að stuðla að því að fyrirtæki og lögbýli í framleiðslu eða þjónustu, greiði laun og starfskjör í samræmi við kjarasamninga og lög hér á landi. 
Sameiginlegur skilningur mikilvægur
 
Ef kjarasamningar eru ekki virtir grefur það undan starfsemi annarra og spillir forsendum eðlilegrar samkeppni og dregur úr ávinningi alls samfélagsins af traustu og heilbrigðu atvinnulífi. Í því ljósi telja Starfsgreinasamband Íslands og Bændasamtök Íslands mikilvægt að sameiginlegur skilningur gildi á vinnumarkaði um störf sjálfboðaliða. Launafólki verður ekki skipt út fyrir sjálfboðaliða og samningar við einstaklinga um lakari kjör en kjarasamningar kveða á um eru ógildir. 
 
Í yfirlýsingu BÍ og SGS var vikið að því að sjálfboðaliðastörf eigi sér langa sögu og eru mikilvæg þeim aðilum sem vinna í þágu almannaheilla að góðgerðar-, menningar- eða mannúðarmálum. 
 
„Sjálfboðaliðastörf eiga sér einnig langa sögu í afmörkuðum verkum í landbúnaði með vinnuframlagi vina og ættingja í mjög skamman tíma, t.d. í göngum og réttum. 
 
Ekki eru gerðar athugasemdir við þau störf sjálfboðaliða enda byggi þau á langri venju og sátt hefur verið um,“ sagði í yfirlýsingunni sem Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ og Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, skrifuðu undir fyrir hönd sinna samtaka.
Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...