Súrefni nýtt fyrirtæki í kolefnisjöfnun
Í Símonarskógi verður fyrsti „Súrefnisskógurinn“ en þar verður ræktað á að minnsta kosti 20 hekturum lands. „Markmið okkar er að efla gróðurlendi jarðarinnar, græða landið og binda í leiðinni kolefni,“ segir Egill Örn Magnússon, kynningarstjóri Súrefnis, í fréttatilkynningu frá félaginu.