Kínverjar reyna að tryggja sér svínakjöt um allan heim
Kínverjar hafa aflétt banni á innflutningi á svínakjöti frá Kanada og Brasilíu. Kemur þetta í kjölfar þess að forseti Alþjóðadýraheilbrigðis stofnunarinnar (OIE) varaði við því í lok október að u.þ.b. fjórðungur svínastofna heimsins muni drepast af völdum afrísku svínapestarinnar.