Vetnistæknin springur út
Breski vinnuvélaframleiðandinn JCB hefur á undanförnum árum leitað leiða til að bjóða viðskiptavinum sínum umhverfisvæna kosti. Víða hafa stjórnvöld sett fram áætlanir um að banna nýtingu jarðefnaeldsneytis í vélum og vill JCB vera kominn með lausn í tæka tíð. Sprengihreyfill sem gengur fyrir vetni virðist vera svarið.