Fyrsta minningin frá smíðavinnu hjá afa Svenna
Sveinn Atli er mikill íþróttagarpur og stefnir á atvinnnumennsku í fótbolta og handbolta.
Nafn: Sveinn Atli Jónsson.
Aldur: 7 ára.
Stjörnumerki: Steingeit.
Búseta: Selfossi.
Skóli: Vallaskóli.
Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Nesti, íþróttir og sund.
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Hundur.
Uppáhaldsmatur: Hamborgari.
Uppáhaldshljómsveit: Emmsjé Gauti.
Uppáhaldskvikmynd: Lego Batman.
Fyrsta minning þín? Þegar ég var að smíða hjá afa Svenna.
Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi fótbolta og handbolta.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Fótboltamaður og handboltamaður.
Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Þegar ég var á nautabaki á þykjustunauti á Spáni.
Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Fór út í fótbolta, keppti á fótboltamóti og fór til Spánar með allri fjölskyldunni.
Næst » Sveinn skorar á vin sinn, Jón Reyni Halldórsson, að svara næst.