Hnetusmjör og Rottuborgari
Sigrún Ólafsdóttir er 12 ára Ísfirðingur. Hún á tvö systkini, Hákon Elí 28 ára og Telmu 22 ára.
Sigrún æfir ballett og lærir á gítar í Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar.
Nafn: Sigrún Ólafsdóttir.
Aldur: 12 ára.
Stjörnumerki: Krabbi.
Búseta: Ísafjörður.
Skóli: Grunnskólinn á Ísafirði.
Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Íþróttir og danska.
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Hundur.
Uppáhaldsmatur: Tortilla og kjúklingasúpa.
Uppáhaldshljómsveit: Uppáhaldstónlistarmaðurinn er Herra Hnetusmjör.
Uppáhaldskvikmynd: Regína og Rottuborgari.
Fyrsta minning þín? Veit ekki.
Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi ballett og spila á gítar.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Íslandsmeistari í fjallahjólreiðum.
Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Veit það bara ekki.
Hvað verður skemmtilegast að gera í vetur? Halda upp á jólin og kveðja COVID.
Næst » Sigrún skorar á Kristján Hrafn Kristjánsson, bekkjarbróður sinn, að svara næst.