Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
130 ný íslensk plöntuættanöfn
Líf og starf 11. júlí 2019

130 ný íslensk plöntuættanöfn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Dóra Jakobsdóttir Guðjohnsen grasafræðingur hefur tekið saman og gefið út orðasafn með íslenskum háplöntunöfnum. Í bókinni er einnig að finna alþýðleg ættarnöfn á ellefu erlendum málum auk latneskra nafna.

Að sögn Dóru er megintilgangur með útgáfu orðasafnsins að nöfn sem flestra háplöntuætta séu til á íslensku og aðgengileg á einum stað. „Um er að ræða öll íslensk nöfn háplöntuætta sem komið hafa fram í ýmsum ritum frá 1901, bæði aðalorð og samheiti.

Í bókinni er einnig að finna orðasöfn á ellefu erlendum málum auk latneskra nafna. Þar má finna nöfn á öllum Norðurlandamálum og færeysku, ensku, frönsku, þýsku, hollensku, spænsku og japönsku. Þá eru og birtar þær breytingar sem orðið hafa á flokkun háplöntuætta með tilkomu nýrra rannsóknaraðferða.“

Gömlum flokkunarkerfum hefur verið breytt

Í inngangi að orðasafninu segir Dóra að nýjar rannsóknaraðferðir hafi leitt til þess að laga verður öll gömlu flokkunarkerfi og að niðurstöður þeirra hafi breytt skilgreiningum margra ætta. „Ættkvíslir hafa verið fluttar milli ætta, ættum hefur verið skipt, þær sameinaðar eða skilgreindar að nýju. Því er orðið nauðsynlegt að greiður aðgangur sé að ættaskrá sem er í samræmi við þá þekkingu sem nú liggur fyrir.“

Dóra bendir á í inngangi sínum að nýjar rannsóknir sýni að tvískipting dulfrævinga í ein- og tvíkímblöðunga sé ekki lengur nothæf í flokkunarkerfinu þrátt fyrir að hún notist við þá tvískiptingu í orðaskránni.

Tuttugu ár í vinnslu

Dóra segir að orðasafnið hafi verið í vinnslu í tuttugu ár og að á þeim árum hafi margar breytingar átt sér stað og hún hafi því oft þurft að endurskoða safnið fyrir útgáfu. „Ég held þó að orðasafnið eins og það birtist núna sé nokkuð í takt við það nýjasta í fræðunum í dag.“

Ættir háplantna

Ættir háplantna, það er að segja æðplantna, í heiminum eru 479 en ættir dul-frævinga 416, ættir berfrævinga 12 og ættir byrkninga og burkna 51. Dóra segir að íslensk nöfn á viðurkenndum háplöntuættum séu í dag 293 og af þeim séu um 130 nöfn ný og birtist í fyrsta sinn á prenti í orðasafninu.

Bók sem nýtist mörgum

Orðasafnið, sem er 210 blaðsíður, er aðgengilegt og ætti að nýtast vel öllum þeim sem vinna á sviði grasafræði og ræktunar, skólum við kennslu í umhverfis- og náttúrufræðum og þýðendum og orðabókarhöfundum svo eitthvað sé nefnt.

Nöfn háplöntuætta, orðasafn með skýringum er gefið út af höfundi með styrk frá Málræktarsjóði. Aðgangur að safninu er opinn í Íðorðabanka Stofnunar Árna Magnússonar. Verð bókarinnar er kr. 3.000 og hægt er að panta hana á nofnhaplontuaetta@gmail.com. 

Bæjarnöfn á ská og skjön
Líf og starf 11. apríl 2025

Bæjarnöfn á ská og skjön

Nöfn íslenskra bæja og býla til sveita eru fjölskrúðug, svo ekki sé dýpra í árin...

Prjónavetri lýkur
Líf og starf 10. apríl 2025

Prjónavetri lýkur

Íslenskur prjónaiðnaður hættir aldrei að vera móðins enda hefur Listasafn Sigurj...

Falleg sumarpeysa
Líf og starf 9. apríl 2025

Falleg sumarpeysa

Falleg peysa fyrir sumarið, prjónuð úr DROPS Muskat eða DROPS Belle sem er á 30%...

Bændablaðið á Suðurskautinu
Líf og starf 8. apríl 2025

Bændablaðið á Suðurskautinu

Hjörleifur Jóhannesson flugstjóri greip Bændablaðið með sér á Suðurskautslandið ...

Búvörusýning í Reykjavík
Líf og starf 8. apríl 2025

Búvörusýning í Reykjavík

Snemma árs 1984 hófst samstarf mjólkurdagsnefndar og markaðsnefndar landbúnaðari...

Dropinn holar steininn
Líf og starf 7. apríl 2025

Dropinn holar steininn

Eins og áður hefur komið fram er tískuiðnaðurinn mikill skaðvaldur náttúrunnar. ...

Alþjóðlegt skákmót í Mývatnssveit
Líf og starf 3. apríl 2025

Alþjóðlegt skákmót í Mývatnssveit

Helgina 15.-16. mars fór fram alþjóðlegt skákmót í félagsheimilinu Skjólbrekku í...

Kvöldmatur á korteri með íslensku lambakjöti
Líf og starf 2. apríl 2025

Kvöldmatur á korteri með íslensku lambakjöti

Matreiðslukeppni fyrir áhugakokka var haldin á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. m...