Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Gott er að vita sitthvað um æskilega meðhöndlun grænmetis.
Gott er að vita sitthvað um æskilega meðhöndlun grænmetis.
Líf og starf 7. febrúar 2024

Allt um grænmeti í opnu og aðgengilegu vefriti

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Vefritið Grænmetisbókin er í vinnslu hjá Matís og verður þar fjallað um flest það sem snertir grænmeti, allt frá uppskeru til neytandans.

„Það eru mörg tækifæri í grænmetisrækt á Íslandi,“ segir Ólafur Reykdal, verkefnastjóri hjá Matís. Umtalsvert sé flutt inn af grænmeti og aukin íslensk framleiðsla myndi stuðla að bættu fæðuöryggi landsmanna.

Rannsóknir og upplýsingar í eina gátt

„Nýjar norrænar næringarráð- leggingar hvetja til aukinnar grænmetisneyslu og áhugi á vegan fæði fer vaxandi,“ heldur hann áfram. „Allmörg rannsókna- og þróunarverkefni um grænmeti hafa verið unnin hjá Matís og forverum þess á undanförnum árum en nokkuð hefur vantað upp á að hægt sé að finna aðgengilegt yfirlit um allar niðurstöðurnar. Því varð til sú hugmynd að búa til vefbók með góðu yfirliti og tengingum á ítarlegri skýringar og heimildir,“ segir hann.

Samstarfsaðilar um verkefnið eru Deild garðyrkjubænda í BÍ og Sölufélag garðyrkjumanna. Sótt var um styrk í Þróunarfé garðyrkju og fékkst hann. Viðfangsefni Matís eru matvælin frá uppskeru og alla leið á borð neytenda. Ræktunin sjálf er því undanskilin í vefbókinni.

Um það hver meginviðfangsefni vefbókarinnar verða segir Ólafur þau vera meðhöndlun grænmetis, aðgerðir til að hámarka gæði grænmetis í flutningum og við geymslu, rétt geymsluskilyrði á lager og í verslunum, hollustu íslensks grænmetis og hvernig hægt er að draga úr sóun á grænmeti.

Markmið að auka þekkingu og áhuga

„Markmið verkefnisins eru að auka þekkingu á bestu meðferð grænmetis og auka þannig gæði grænmetis á markaði og stuðla að minni sóun,“ útskýrir Ólafur. „Jafnframt er vonast til þess að áhugi neytenda aukist á íslensku grænmeti og hollustu þess.“

Samning vefbókarinnar stendur nú yfir og Ólafur segir allar ábendingar og tillögur vel þegnar en þær má senda á netfangið olafur. reykdal(hja)matis.is.

Reiknað er með að vefbókin verði aðgengileg á vefsíðu Matís í mars næstkomandi og ef til vill á fleiri vefsíðum. Vefbókin verður öllum opin.

Burt með gerviefnin
Líf og starf 21. janúar 2025

Burt með gerviefnin

Stöðugt rakastig jarðvegs tómataræktar á Ítalíu kom skemmtilega á óvart nú á lið...

Gallabuxnafár, grátið við skákborðið og brúðkaup MC
Líf og starf 20. janúar 2025

Gallabuxnafár, grátið við skákborðið og brúðkaup MC

Það ríkti engin lognmolla í skákheiminum á milli jóla og nýárs. Heimsmeistaramót...

Janúar er mánuður briddsins
Líf og starf 17. janúar 2025

Janúar er mánuður briddsins

Fjölmörg briddsmót fóru fram um jólin hér og þar um landið. Sums staðar þóttu br...

Kría – barnapeysa
Líf og starf 17. janúar 2025

Kría – barnapeysa

Peysan er prjónuð úr einföldum Þingborgarlopa og einum þræði af LoveStory saman....

Bústörf yfir hávetur
Líf og starf 15. janúar 2025

Bústörf yfir hávetur

Verkefni bænda halda áfram þrátt fyrir hátíðarhöld og lögbundna frídaga. Hér eru...

Heimabakað brauð
Líf og starf 15. janúar 2025

Heimabakað brauð

Brauðbakstur er merkilega einföld iðja en um leið afskaplega flókin. Hveiti, vat...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 13. janúar 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn stígur gætilega til jarðar þessi fyrstu skref ársins, uppfullur forv...

Stiklað á stóru
Líf og starf 9. janúar 2025

Stiklað á stóru

Bændablaðið kom tuttugu og þrisvar sinnum út árið 2024. Hér eru endurbirtar sjö ...