Bændur ræddu málin í borginni
Hátt í tvö hundruð bændur voru saman komnir á Hilton Reykjavík Nordica þann 12. febrúar á deildafundum búgreina hjá Bændasamtökum Íslands. Þar komu deildirnar saman og ræddu málefni sinnar búgreinar, en fundirnir eru mikilvægur vettvangur þar sem bændum gefst tækifæri til að móta baráttumál og stefnu sinnar búgreinar. Að loknum fundum sameinuðust fundargestir í kokteilboði og mættu þar allmargir þingmenn sem skeggræddu málefni landbúnaðar við bændur.