Beinajarl krýndur
Gradualekór Langholtskirkju hélt upp á kjötsúpuhátíð sunnudaginn 12. febrúar síðastliðinn.
Þar söng kórinn nokkur lög og bauð upp á kjötsúpu, en aðalatriðið var keppni í beinanagi þar sem sigurvegarinn fékk nafnbótina beinajarl. Fyrrum kórstjóri Graduale- kórsins, Jón Stefánsson, stóð fyrir Beinjarlskeppninni á árum áður og er verið að endurvekja gamla hefð. Kórinn er skipaður stúlkum tólf ára og eldri og er stjórnað af Sunnu Karenu Einarsdóttur.
Eitt helsta markmiðið með þessum viðburði er að safna fé fyrir ferðalagi á kóramót í Þýskalandi næsta haust. Fjáröflunin mun halda áfram næstu mánuði og vikur með áframhaldandi tónleikahaldi og öðrum viðburðum.