Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Allir eru velkomnir á Dag sauðkindarinnar, sem haldin verður hátíðlegur á Hvolsvelli laugardaginn 14. október.
Allir eru velkomnir á Dag sauðkindarinnar, sem haldin verður hátíðlegur á Hvolsvelli laugardaginn 14. október.
Mynd / MHH
Líf og starf 13. október 2023

Dagur sauðkindarinnar

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Það verður mikið um að vera í reiðhöllinni Skeiðavangi á Hvolsvelli laugardaginn 14. október á „Degi sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu“ á vegum Félags sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu.

Fjáreigendur milli Þjórsár og Markarfljóts mega mæta með fé til sýningar en dómar byrja klukkan 10 og sýningin sjálf klukkan 13.

Verðlaun verða veitt fyrir besta hyrnda lambhrútinn, besta kollótta lambhrútinn, bestu kollóttu gimbrin og bestu hyrndu gimbrina. Einnig verða verðlaun fyrir besta veturgamla hrútinn úr kynbótamati ársins 2022 og bestu fimm vetra ána úr kynbótamati ársins 2022.

Auk þess verður ræktunarbú ársins 2022 verðlaunað og sérstök verðlaun verða fyrir þykkasta bakvöðva sýningarinnar. Áhorfendur fá síðan að velja litfegurstu gimbrina úr lömbum sem taka þátt í litasamkeppni dagsins. SS styrkir sýninguna með því að gefa gestum kjötsúpu.

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...