Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Kjartan Gíslason og Hildur Halldórsdóttir gáfu gestum Omnom-súkkulaði af ýmsum gerðum.
Kjartan Gíslason og Hildur Halldórsdóttir gáfu gestum Omnom-súkkulaði af ýmsum gerðum.
Mynd / TB
Líf og starf 6. október 2016

Eimverk bruggar úr 60 tonnum af íslensku byggi

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Íslenski matarsprotinn var afhentur í fyrsta sinn á sýningunni „Matur og nýsköpun“ sem haldin var í húsnæði Sjávarklasans í Reykjavík á dögunum. Tilgangur sýningarinnar var að kynna nýsköpunarfyrirtæki og sprota sem vinna að nýsköpun og framþróun í matvælaframleiðslu hér á landi, allt frá hugmyndum og hönnun yfir í fullbúnar vörur. 
 
Um 30 fyrirtæki mættu og kynntu sínar vörur fyrir gestum og gangandi. Það var Sjávarklasinn sem stóð fyrir viðburðinum í samvinnu við Matvælalandið Ísland og Landbúnaðarklasann. Af úrvalinu að dæma er mikil gerjun í frumkvöðlastarfsemi tengdri matvælum um þessar mundir. 
 
Egill Gauti Þorkelsson er stoltur af framleiðsluvörum Eimverks sem m.a. notar íslenskt bygg.
 
Fyrirtækið Eimverk hlaut íslenska matarsprotann en það sérhæfir sig í framleiðslu sterkra áfengra drykkja. Eimverk er á mikilli siglingu með þróun á íslensku viskíi en forsvarsmenn fyrirtækisins segja að um 60 tonn af íslensku byggi séu notuð í framleiðslunni. Að sögn Egils Gauta Þorkelssonar,  bruggmeistara Eimverks, hentar íslenska byggið einkar vel til viskígerðar en kostirnir við það séu meðal annars að það sé bragðsterkt og vaxi hægt. Fyrirtækið er sjálft í kornrækt en kaupir líka beint frá bændum. Egill sagði í samtali við Bændablaðið að á næsta ári hygðist fyrirtækið nota yfir 100 tonn af fullþurrkuðu íslensku byggi til áfengisframleiðslunnar. 
 

20 myndir:

Burt með gerviefnin
Líf og starf 21. janúar 2025

Burt með gerviefnin

Stöðugt rakastig jarðvegs tómataræktar á Ítalíu kom skemmtilega á óvart nú á lið...

Gallabuxnafár, grátið við skákborðið og brúðkaup MC
Líf og starf 20. janúar 2025

Gallabuxnafár, grátið við skákborðið og brúðkaup MC

Það ríkti engin lognmolla í skákheiminum á milli jóla og nýárs. Heimsmeistaramót...

Janúar er mánuður briddsins
Líf og starf 17. janúar 2025

Janúar er mánuður briddsins

Fjölmörg briddsmót fóru fram um jólin hér og þar um landið. Sums staðar þóttu br...

Kría – barnapeysa
Líf og starf 17. janúar 2025

Kría – barnapeysa

Peysan er prjónuð úr einföldum Þingborgarlopa og einum þræði af LoveStory saman....

Bústörf yfir hávetur
Líf og starf 15. janúar 2025

Bústörf yfir hávetur

Verkefni bænda halda áfram þrátt fyrir hátíðarhöld og lögbundna frídaga. Hér eru...

Heimabakað brauð
Líf og starf 15. janúar 2025

Heimabakað brauð

Brauðbakstur er merkilega einföld iðja en um leið afskaplega flókin. Hveiti, vat...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 13. janúar 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn stígur gætilega til jarðar þessi fyrstu skref ársins, uppfullur forv...

Stiklað á stóru
Líf og starf 9. janúar 2025

Stiklað á stóru

Bændablaðið kom tuttugu og þrisvar sinnum út árið 2024. Hér eru endurbirtar sjö ...