Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Nýjustu tvíkelfingarnir á Laxamýri, systurnar Dröfn og Díla, sem eru einstaklega fallegar á litinn enda sérstakt áhugamál á bænum að rækta sægráar og gráar kýr.
Nýjustu tvíkelfingarnir á Laxamýri, systurnar Dröfn og Díla, sem eru einstaklega fallegar á litinn enda sérstakt áhugamál á bænum að rækta sægráar og gráar kýr.
Líf og starf 31. júlí 2023

Fimm tvíkeflingar á ári

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Þetta eru kvígurnar Dröfn og Díla frá Laxamýri í Suður- Þingeyjarsýslu.

„Þær voru komnar í heiminn að morgni 10. júní þegar fólk kom í fjós og eru fimmtu tvíkelfingarnir á árinu,“ segir Atli Vigfússon, bóndi á Laxamýri, aðspurður um þessa litfögru tvíkelfinga.

Móðir Dröfn og Dílu heitir Medúsa og er út af Núma nr.16038 frá Gaulverjabæ. Faðirinn heitir Hjörtur frá Hjartarstöðum á Héraði og er sonur Ýmis nr.13051 frá Klauf í Eyjafirði. Kvígurnar eru verðandi mjólkurkýr og hafa verið settar á í þeim tilgangi.

Á Laxamýri er blandað bú með 85 nautgripum í fjósi, þar af rúmlega 40 kýr. „Við sem búum hér á bænum höfum mikinn áhuga á litaflóru íslenska kúastofnsins og þar er sægrátt og grátt í uppáhaldi. Það er að vísu erfitt í ræktun því gráu litirnir eru víkjandi litir en stundum koma kýrnar skemmtilega á óvart með fallegum litarafbrigðum,“ segir Atli alsæll.

Skylt efni: tvíkeflingar

Stjörnuspá 16. maí - 30. maí
Líf og starf 16. maí 2024

Stjörnuspá 16. maí - 30. maí

Vatnsberinn hefur í mörgu að snúast þessa dagana en er þó frekar skýr í kollinum...

Safnað fyrir Einstök börn
Líf og starf 26. apríl 2024

Safnað fyrir Einstök börn

Stóðhestaveisla Eiðfaxa var haldin 13. apríl í HorseDay-höllinni á Ingólfshvoli ...

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...