Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Styrkþegarnir Gísli Ragnar Guðmundsson, Annie Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir.
Styrkþegarnir Gísli Ragnar Guðmundsson, Annie Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir.
Mynd / Aðsend
Líf og starf 12. október 2023

Fiskiprótein fyrir konur

Höfundur: Þórdís Anna Gylfadóttir

Matvælasjóður hefur úthlutað þremur milljónum í styrk til rannsókna og framleiðslu á próteini úr íslenskum fiski sem verður sérstaklega markaðssett fyrir konur.

Gísli Ragnar Guðmundsson er styrkþeginn en með honum að verkefninu standa tvær af fremstu íþróttakonum Íslands, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Annie Mist Þórisdóttir, sem hvor um sig er tvöfaldur heimsmeistari í Crossfit og hafa því hlotið titilinn „fittest on earth“.

Vörumerkið dóttir

Gísli, sem er iðnaðarverkfræðingur að mennt, hefur áður starfað með Katrínu Tönju og Annie Mist undir vörumerkinu dóttir við hönnun og framleiðslu á heyrnartólum sem hlaut mjög góðar viðtökur. „Við Katrín kynntumst í Verzlunarskólanum fyrir tæpum 10 árum en þar vorum við bekkjarfélagar. Þær höfðu svo samband við mig nokkru seinna og fengu mig til liðs við sig til að vinna að vörumerkinu dóttir sem er í þeirra eigu. Vörumerkið settu þær á laggirnar fyrir nokkrum árum en þær hafa verið að velta fyrir sér hvernig þær geti látið gott af sér leiða og þróað sinn feril eftir að keppni lýkur, líkt og margir íþróttamenn gera,“ segir Gísli.

Katrín Tanja og Annie Mist eru miklar fyrirmyndir, bæði innan vallar sem utan, og eru talskonur heilbrigðs lífsstíls. Þær njóta vinsælda á samfélagsmiðlum og hafa hvor um sig 1–2 milljónir fylgjenda. Í starfi sínu sem íþróttakonur í fremstu röð á heimsvísu hafa þær í gegnum tíðina átt í samstarfi við ýmis fyrirtæki sem snúa að heilbrigðum lífsstíl og þar á meðal við fyrirtæki sem framleiða ýmiss konar vítamín og fæðubótarefni.

Þær hafa því töluverða reynslu af notkun fæðubótarefna og ávinningi þeirra ásamt því að hafa ákveðna skoðun á slíkum vörum. Þessa þekkingu vilja þær nýta til að setja á markað prótein og kollagen unnið úr íslenskum fiski sem hugsað verður sérstaklega fyrir konur.

Markaðssett fyrir konur

Gísli segir að þær rannsóknir sem hafa verið gerðar varðandi fæðubótarefnið prótein, inntöku og áhrifa þess, séu fáar miðaðar að konum en konur eru síður nýttar til rannsókna vegna tíðahringsins sem hefur mögulega áhrif á niðurstöðurnar. Hugmynd þeirra sé að framleiða og markaðssetja prótein sem ætlað er konum, en henti þó öllum, og með því móti stuðla að bættum lífsgæðum kvenna og heilbrigðari lífsstíl þeirra. Þau hafa sérstaklega verið að skoða áhrif próteininntöku á breytingaskeiði kvenna og hvernig það geti mögulega auðveldað þessar breytingar.

Þau eru í samstarfi við nýsjálenska vísindakonu, dr. Stacy Sims, sem vakið hefur athygli fyrir rannsóknir sínar á kynjamun á þjálfun og næringu yfir ævina.

Varan á rannsóknarstigi

Gísli segir að flest það prótein sem er á markaði í dag sé svokallað „whey“ prótein sem er unnið úr mjólkurvörum. Þau vildu hins vegar vinna prótein og kollagen úr fiski sem fellur til og er ekki nýttur og stuðla þannig að sem bestri nýtingu hráefnisins. Þau hafa átt samtal við framleiðslufyrirtækið FoodSmart Nordic, sem staðsett er á Blönduósi, með rannsóknarvinnuna. „Verkefnið okkar er á rannsóknarstigi ídag.Einsogstaðanerídagþáer framleiðslukostnaður of hár en með ákveðinni stærðarhagkvæmni má ná kostnaði niður. Við erum því að kanna það hvort framleiðendur í Bandaríkjunum, sem Annie og Katrín hafa verið í samstarfi við áður, séu tilbúnir að koma að framleiðslunni með okkur.“ Gísli segir að lokum að hann sé spenntur fyrir framhaldi verkefnisins og vonar að línur fari að skýrast fljótlega varðandi framleiðslu svo hægt verði að halda áfram með vinnslu verkefnisins.

Skylt efni: fiskiprótein

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...