Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
John Fetterman klæðist iðulega afar hversdagslegum fötum en var þó í jakkafötum er hann var svarinn inn á þing.
John Fetterman klæðist iðulega afar hversdagslegum fötum en var þó í jakkafötum er hann var svarinn inn á þing.
Líf og starf 11. október 2023

Fötin skapa manninn – eða hvað?

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Öldungadeildarþingmaðurinn John Fetterman hefur vakið athygli síðastliðin ár, yfirleitt á jákvæðan hátt, en þó eru þeir auðvitað einhverjir sem fella sig ekki alveg við hverju hann klæðist.

Hefur John áður gegnt stöðu vararíkisstjóra í því ágæta ríki Pennsylvaníu svo og stöðu bæjarstjóra í litla iðnaðarbænum Braddock, þar sem hann stóð fyrir endurreisn stáliðju og í raun bæjarins í heild.

Maður fólksins

Fátækt einkenndi bæinn er John tók til hendinni. Meðal annars gerði hann samning við Costco og fleiri stórfyrirtæki um að fá að eiga og oftast útdeila sjálfur þeim mat sem átti stuttan líftíma eftir en gagnaðist þeim er bjuggu við bág kjör. Hann greiddi reikninga fyrir fólk sem átti lítið, útvegaði húsnæði á eigin kostnað og samdi við vatns- og orkufyrirtæki um að loka ekki fyrir þær veitur þótt fólk ætti bágt með borgun.

Til viðbótar hóf hann endurreisn stáliðnaðar bæjarins, en árið 1920, er iðnbyltingin stóð sem hæst, var Braddock blómleg úthverfastórborg með 20.000 íbúa. Þessi velsæld stóð fram að hnignun stáliðnaðarins í kringum árin 1970 en í dag er íbúatalan um 2.000 manns.

John Fetterman sá fyrir sér að þarna mætti endurvekja iðnaðinn og undanfarin ár hefur viðleitni hans til þess að endurnýja samfélagið gengið vonum framar. Hann hefur einnig einbeitt sér að því að endurbyggja húseignir sem eru að hruni komnar og gefa þeim nýtt líf. Í samstarfi við múrara byggði hann og opnaði pitsustað úr húsarústum, munaðarleysingjahæli var byggt úr öðrum og vinnustofa og gallerí fyrir listamenn staðarins úr þeim þriðja, svo eitthvað sé nefnt.

Meðfylgjandi atvinnusköpun er honum hitamál og kemur það glöggt í ljós er hann gengur í að endurreisa bæinn. 

Sem öldungadeildarþingmaður stendur hann fyrir ýmsum réttlætismálum og er m.a. á móti þungunarrofi, vill hækka lágmarkslaun og vill banna háttsettum aðilum á þingi og fjölskyldum þeirra að hagnast á hlutabréfum. Þarna er um mann að ræða sem hefur höfuðið á réttum stað. En komum þá að því sem sumir telja – eins og segir í fyrirsögninni – skapa manninn.

Fröken Kyrsten Sinema frá Arizona er talin einna smart klæddasti öldungadeildaþingmaðurinn. Dæmi nú hver fyrir sig.

Óbeisluð tjáning

Föt eru jú oftast tjáning hvers og eins á innri tilveru, að minnsta kosti fyrir þá sem þora að stíga örlítið út fyrir einhverja óskrifaða ramma. Aðrir halda sig vandlega innan þess ramma er samfélagið ætlast til, en svo eru þeir sem láta sig litlu skipta hverju þeir klæðast. John Fetterman fellur víst í síðastnefnda flokkinn en hann kýs helst að vera í stuttbuxum og hettupeysu, eða bol. Fertugur að aldri, rúmlega tveir metrar að hæð og sterklega byggður, skartar hann húðflúrum á báðum handleggjum. Öðrum megin má sjá svæðisnúmer bæjarins Braddock, 15104, og hinum megin nöfn þeirra er látið hafa lífið í bænum vegna ofbeldisglæpa síðan árið 2005, en þá tók John við stöðu bæjarstjóra.

Ástæða hans fyrir hversdagslegum klæðaburði við nær öll tilefni segir hann vera einfalda, en ekki uppreisn eða einhverja sérstaka yfirlýsingu um mótþróa. Hann kýs að klæðast eins og hinn almenni maður í samfélagi Braddock. Vill með því sýna virðingu fyrir fátæku samfélagi þess – auk þess sem ímynd hans á ekki að vera óaðgengileg né ofar öðrum þótt hann búi við betri kost. Átti John lengi vel aðeins ein jakkaföt, sem hann klæddist þegar hann var svarinn inn sem ríkisstjóri Penn- sylvaníu og var það talið fréttnæmt þegar hann keypti sér ný jakkaföt fyrir eiðsvarningu sem öldungadeildarþingmaður í Bandaríkjunum.

Með þetta í huga eru víst einhverjir sem eru farnir að velta fyrir sér hver tolli þá helst í tískunni innan öldungadeildarþingsins. Á meðan einhverjir fá glansprik fær Kyrsten Sinema frá Arizona vinninnginn, en hún hefur verið í framlínu stjórnmála um nokkuð langt skeið. Nú er tíska miðríkjanna ef til vill aðeins meira áberandi en ella og mætti segja að Kyrsten sé ekkert að halda aftur af sér. En dæmi hver sem vill.

Með greininni fylgja hér nokkrar myndir þar sem hægt er að velta þessu fyrir sér.

Skylt efni: tíska

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...