Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Helena Hermundardóttir, Martin Eyjólfsson, sendiherrann í Berlín og Knútur Rafn Ármann.
Helena Hermundardóttir, Martin Eyjólfsson, sendiherrann í Berlín og Knútur Rafn Ármann.
Mynd / Úr einkasafni
Líf og starf 27. febrúar 2017

Friðheimar heiðraðir í Berlín fyrir frumleika og nýsköpun

Höfundur: smh
Tómataræktendunum í Friðheimum var á dögunum veittur sá heiður að vera boðið á hinn árlega tómataviðburð í Berlín, The Tomato Inspiration Event, sem haldinn var á dögunum. Þangað er boðið þeim 100 tómataræktendum í heiminum sem þykja hafa skarað fram úr hvað varðar frumkvöðlastarf og nýsköpun. 
 
Það eru þau Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir sem eiga og reka Friðheima, en þar er einnig hestabúgarður og veitingastaður. 
 
Á meðal tíu efstu
 
Knútur segir að það hafi komið skemmtilega á óvart að fá boðsbréf á viðburðinn. „Þegar við fengum boðið fórum við að skoða hvað stæði á bak við þennan viðburð og í ljós kom að þarna voru öflugir styrktaraðilar að baki og að þetta var alvöru viðburður. Þetta eru styrktaraðilar, sem flestir starfandi í þessum geira eiga viðskipti við með einum eða öðrum hætti. Þetta eru aðilar sem selja til dæmis lífrænar varnir og stýri- og tölvukerfi fyrir gróðurhús. Þessir aðilar mynda ráðgjafahóp sem síðan velur þennan lista.
 
Það er auðvitað mikil upphefð í því að vera á þessum lista. Það er einhver sem hefur bent á okkur og hvað við erum að gera. Svo erum við bara skoðuð – þær upplýsingar sem liggja fyrir – og á endanum er ákveðið að bjóða okkur að vera með. Þegar á aðalviðburðinn var komið var hópurinn þrengdur niður í 30 ræktendur, svo niður í tíu og að lokum eru fimm aðilar sérstaklega heiðraðir. Hollenska fyrirtækið Greenco hlaut svo flest atkvæði sem voru greidd um efsta sætið. Þeir eru tómataræktendur en eru líka í framleiðslu á tómatvörum, sem við höfum reyndar líka verið að færa okkur yfir í. 
 
Það er gaman að segja frá því að við fengum upplýsingar um það í lok hátíðarinnar, frá áreiðanlegum heimildarmanni, að við hefðum lent á meðal þeirra tíu efstu,“ segir Knútur.
 
Mikill vöxtur í aðsókn ferðamanna
 
„Í þessum efstu sætum voru mjög áhugaverðir ræktendur; einn er frá Dubai sem rekur sína stöð úti í eyðimörkinni og sinnir innanlandsmarkaði og stór stöð frá  Kanada sem er að gera svipaða hluti og við varðandi það að taka á móti gestum líka og kynna garðyrkjuna. 
 
Það sem horft var til þegar við vorum valin á þennan lista var það hvað við höfum opnað stöðina okkar mikið. Í fyrra tókum við á móti 135 þúsund gestum sem við sögðum frá hvað við erum að fást við. Um leið erum við auðvitað að kynna garðyrkju almennt, hvar sem hún er stunduð í heiminum,“ segir Knútur.
 
Fjórar tómatategundir ræktaðar
 
Friðheimar eru í Reykholti í Bláskógabyggð, í um 90 km frá Reykjavík. Þar eru ræktaðar fjórar tegundir af tómötum, auk þess sem þar er rekinn veitingastaður þar sem uppistaða hráefnisins eru afurðir tómataræktunarinnar. Mikill vöxtur hefur verið í aðsókn ferðamanna í stöðina og til að mæta honum þarf að fjölga starfsfólki. „Já, við þurfum að fjölga starfsfólki sem starfar yfir allt árið og eins sumarstarfsfólki.
 
Við erum líka með vinsælar hestasýningar hérna sem þarf mannskap í kringum. Þær byrja svona í kringum miðjan apríl og eru svo reglulega fram í lok september eða byrjun október. En við bjóðum reyndar upp á hesthúsaheimsóknir allt árið og þá er bara ein manneskja frá okkur sem tekur á móti gestunum, segir frá uppruna og sögu íslenska hestsins, séreinkennum og notagildi. Svo leggur knapi á einn hest og svo er farið út á völlinn okkar og allar fimm gangtegundirnar okkar sýndar og útskýrðar í leiðinni. Þetta er svona persónulegri nálgun. Í vetur höfum við verið með um 25 hópa í viku með þessu sniði,“ segir Knútur.  

Skylt efni: Friðheimar

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...