Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Jochums Magnúsar Eggertssonar, sem tók sér listamannsnafnið Skuggi, var þekktur fyrir þrasgirni, skáldskap, fræðastörf og frumlegar kenningar um landnám Íslands.
Jochums Magnúsar Eggertssonar, sem tók sér listamannsnafnið Skuggi, var þekktur fyrir þrasgirni, skáldskap, fræðastörf og frumlegar kenningar um landnám Íslands.
Líf og starf 1. júlí 2021

Gaddavírsátið og aðrar sögur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Gaddavírsátið er heiti bókar Jochums Magnúsar Eggerts­sonar sem tók sér lista­mannsnafnið Skuggi og var áberandi í bæjar- og menn­ingarlífi Reykjavíkur um miðja síðustu öld. Hann var þekktur fyrir þrasgirni, skáldskap, fræðastörf og frumlegar kenningar um landnám Íslands.

Þekktasta smásaga Skugga er Gaddavírsátið, sem höfundur gaf tvívegis út í litlum ritlingum. Sagan kom svo sem neðanmálssaga í Bændablaðinu á árunum 1987-1988. Hér segir af lausamanni í Nýja-Jórvíkurhreppi sem leggur sér gaddavírsrúllu til munns. Í bókinni eru að auki sögurnar þrjár af Guðmundi Kristmannssyni, verðlaunasaga Skugga af trýnaveðri fyrir vestan, sagan af stórveldum Stefáns Bjarnasonar, sönn saga úr Skjóðufirði og Reykjavíkursaga af yfirnáttúrulegum marhnúti. Árni Matthíasson rekur æviferil Jochums í inngangi bókarinnar. Útgefandi er Bókaútgáfan Sæmundur.

Skjóðufjörður er bæði ljótur og leiðinlegur

Eftirfarandi brot er úr sögunni Þjóðjarðir, sönn saga úr Skjóðufirði. „Skjóðufjörður er bæði ljótur og leiðinlegur. – (Svei nafninu!) – Þið sem viljið hafa heimildir fyrir öllum sköpuðum hlutum viljið líklega fá að vita hvar fjörð þennan er að finna á kortinu. Þá er best að segja ykkur það: Hann skerst inn á milli landsfjórð­unganna. – Skjóðu­fjörður ber nafn með rentu. Það er ótótlegt pláss og andstyggilegt og er sagt að kölski hafi rekið út úr sér tunguna og bölvað er hann fór þar um á síðustu „vísitasíuferð“ sinni. En þetta gerir kölski ekki nema þegar eitthvað gengur fram af honum, en þá má mikið vera, því svo er sagt að sá gamli kalli ekki allt ömmu sína. Skjóðufjörður er því allt annað en björgulegur staður. Og með því nú hefur kvisast að okkar mesti sagnfræðingur eigi nú að fara að skrifa sögu Skjóðufjarðar í 50 bindum og hafa lokið verkinu árið 2000, því þá ætlar sjóður sá sem enn er ekki fæddur en á að heita „ómenningarsjóður“ að gefa út allt heila safnið. Hefur einhver skattstjóri, eða skattasvindlari, sem ekki heitir Steinn, reiknað það út af kunnáttu sinni að þá loksins verði komið svo gott lag á Búnaðarbankann að gera megi úr honum bókhlöðu. – Og með því svo stendur skrifað þann 29. febrúar, sem ber upp á hlaupár, í 1933. bindi í „Framkvæmdaþróunar­sögu bænda­samvinnunnar“, bls. 11932, í 6.–7. línu að ofan, að sagan endurtaki sig, þá þykir oss tími til kominn að leggja örlítil drög að þessu mikla verki sem á að heita „Hin skipulagða ofsóknarstarfsemi íhalds- og eyðslustéttarinnar. Saga Skjóðufjarðar í 50 bindum. Til varnaðar uppvaxandi og óbornum kynslóðum“.

Hundtík prestsins

Böslubúskapur var í Skjóðufirði um þessar mundir og annar eins músagangur hafði ekki þekkst frá landnámstíð. Tryggvi bóndi hafði orðið að bæta við sig einum ketti. Var það fress eitt mikið, en bleyða var fyrir á búinu.

Þrátt fyrir þetta lögðust mýsnar á þessar fáu rollur hans og nöguðu gat á búrkistuna hennar Þjóðbjargar. – Hús­dýr Skjóðu­fjarðar­bænda höfðu gengið illa undan vetrinum, að köttunum undanteknum. Þeir voru beinastæltir og kampagleiðir, hvæstu og breimuðu. Kettirnir voru að heita mátti einu húsdýrin í Lyngási, að undantekinni hundtíkinni hans Tryggva bónda er hann kvaðst vera einráður yfir og Þjóðbjörg sagði að hann mætti víst eiga hana einn fyrir sér, tíkin væri víst ekkert of góð handa honum. – Tryggvi bóndi var talinn einfaldur og grunnhygginn og Þjóðbjörg þóttist hafa tekið niður fyrir sig og vera vangefin. – En hundtíkin var þannig tilkomin að presturinn, sem vandi komur sínar að Lyngási árið áður en hún Tómhildur litla fæddist, hafði skilið tíkina eftir og sagt Tryggva að best væri að hann hefði hana af því hún hefði hænst að honum. – Það þótti annars merkilegt að presturinn skyldi endilega þurfa að gista í Lyngási og það svona oft, jafnlítil og óvistleg húsakynni og þar voru – ekkert nema baðstofukytran – og bóndinn varð að ganga úr rúmi fyrir gestinum. Tryggvi og Polly – svo hét hundtík prestsins – urðu því að liggja annarstaðar og hafa velgjuna hvort af öðru.

Tólf slaga hönd á Blómaeyjunni
Líf og starf 3. desember 2024

Tólf slaga hönd á Blómaeyjunni

Stefán Jónsson briddsspilari hefur reynst Bridgesambandi Íslands hvalreki með áh...

Augnlitir í sauðfé
Líf og starf 3. desember 2024

Augnlitir í sauðfé

Sjöunda útgáfa Hvammshlíðar­dagatals hefur litið dagsins ljós.

Norðurljós í nóvember
Líf og starf 2. desember 2024

Norðurljós í nóvember

Tími tunglsins og norðurljósanna hefur nú gengið í garð, en óvenjubjart hefur ve...

Vefnaður úr kasmír
Líf og starf 2. desember 2024

Vefnaður úr kasmír

Hlýlegir treflar, sjöl og peysur úr kasmír er eitthvað sem okkur flestum þykir ó...

Kjötbókin 30 ára
Líf og starf 2. desember 2024

Kjötbókin 30 ára

Kjötbókin er 30 ára á þessu ári. Hún kom fyrst út í prentaðri útgáfu árið 1994 o...

Skákþrautir á netinu
Líf og starf 2. desember 2024

Skákþrautir á netinu

Gríðarlegur fjöldi skákþrauta standa skákáhugafólki til boða til að æfa sig á á ...

Sveitabúðin Una
Líf og starf 28. nóvember 2024

Sveitabúðin Una

Hjónin Rebekka Katrínardóttir og Magnús Haraldsson hafa rekið sveitabúðina Unu n...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 25. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn gæti átt von á þrálátum veikindum. Hann ætti að gæta vel að sjálfum ...