Geitur til gleði og nytja
Á Lynghóli í Skriðdal er myndarbýli með um 350 fjár, 80 geitum og 60 nautum. Þegar Bændablaðið bar að garði voru þau Þorbjörg Ásbjörnsdóttir og Guðni Þórðarson, bændur á Lynghóli, í geitfjárhúsunum að stumra yfir ungviðinu. Gefa þurfti kiðum pela og gefa á garðann eins og gengur. Þau áætla að framleiða ost, skyr og jógúrt úr um 5.000 lítrum geitamjólkur þetta árið, eru með um 50 huðnur í mjöltum og eru mögulega einu framleiðendur geitarskyrs í heiminum. Nú eru þrjár litlar mjólkurvinnslur á Fljótsdalshéraði, hver með sína tegund mjólkur: Geitagott, Sauðagull og Fjóshornið.