Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hagnaður jókst í landbúnaði árið 2021 en býlum fækkar örar
Líf og starf 6. mars 2023

Hagnaður jókst í landbúnaði árið 2021 en býlum fækkar örar

Nýlega birti Hagstofa Íslands niðurstöðu afkomurannsóknar landbúnaðarins fyrir árið 2021. Samanburður við árið á undan var jákvæður að flestu leyti.

Hagnaður þeirra fimm landbúnaðargreina sem falla undir rannsóknina þrefaldaðist á milli ára og nam 2,1 milljarði króna, samanborið við tæpar 700 milljónir árið á undan. Mest munaði um breytingu í loðdýrarækt þar sem 107 milljóna króna tapið árið 2020 snerist í 103 milljóna króna hagnað og var það í fyrsta sinn frá árinu 2013 sem búgreinin skilar hagnaði, sauðfjárrækt sneri einnig 94 milljóna króna tapi í 667 milljóna króna hagnað. Ein búgrein af þessum fimm skilaði tapi árið 2022 og það var holdanautarækt.

Á árinu jukust tekjur í ofangreindum landbúnaðargreinum um 6%, sem var bæði umfram verðbólgu og umtalsvert umfram hækkun rekstrarkostnaðar. Bætt afkoma leiddi af sér bætta fjárhagstöðu. Eigið fé í landbúnaði jókst um 15% á meðan langtímaskuldir jukust um 1%. Töluverður munur var þó þarna eftir búgreinum. Í tilfelli sauðfjárræktar og garðræktar jukust skuldir svipað mikið og aukning eigin fjár.

Á undanförum 10 árum hefur verið töluverð fækkun býla enda hefur afkoman ekki alltaf verið jafn jákvæð og árið 2021.

Frá árinu 2011 til ársins 2021 fækkaði býlum um 15%. Mest munaði þar um fækkun um 300 sauðfjárbýli, sem nemur 18% fækkun, og 27 holdanautsræktenda sem er 24% fækkun.

Skriðþunginn í fækkun býla er að aukast. Á árunum 2016-2021 hefur fækkunin að meðaltali verið 64 býli á ári samanborið við aðeins átta býli árin 2011-2015.

Nýir Íslandsmeistarar
Líf og starf 14. mars 2025

Nýir Íslandsmeistarar

Landsliðsmennirnir Sigurbjörn Haraldsson og Magnús Magnússon urðu Íslandsmeistar...

Góður í dreifbýli og borg
Líf og starf 13. mars 2025

Góður í dreifbýli og borg

Bændablaðið fékk til prufu nýjan rafmagnsbíl af gerðinni Polestar 3. Þessi bílat...

Ljóðskáld á tíræðisaldri
Líf og starf 12. mars 2025

Ljóðskáld á tíræðisaldri

Ásmundur Magnús Hagalínsson hefur gefið út sína fyrstu ljóðabók, en hann er nýor...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 10. mars 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn kemur sterkur inn í næstu vikur. Hann þarf að nýta krafta sína vel o...

Nýburagjafir vekja lukku
Líf og starf 5. mars 2025

Nýburagjafir vekja lukku

Nokkur sveitarfélög halda uppi þeirri skemmtilegu hefð að gefa nýburum ársins í ...

Litrík snjókorn
Líf og starf 5. mars 2025

Litrík snjókorn

Prjónuð peysa úr 1 þræði DROPS Fabel og 1 þræði DROPS Brushed Alpaca Silk. Stykk...

Galdrarnir gerast á hverri æfingu
Líf og starf 4. mars 2025

Galdrarnir gerast á hverri æfingu

Sextíu manns koma að uppsetningu söngleiksins vinsæla Lands míns föður sem sýndu...

Norðurlandamót ungmenna í skák
Líf og starf 4. mars 2025

Norðurlandamót ungmenna í skák

Norðurlandamót ungmenna í skák fór fram í Borgarnesi 14. - 16. febrúar. Mótið á ...