Hefur staðið samfélagsvaktina í áratugi
Rögnvaldur Valbergsson var á dögunum útnefndur handhafi Samfélagsverðlauna Skagafjarðar árið 2023 af atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Skagafjarðar.
Í rökstuðningi segir að Rögnvaldur sé flestum Skagfirðingum að góðu kunnur. Hann hafi staðið vaktina í samfélaginu í áratugi og aðstoðað leika og lærða. Afrek hans séu mörg og tengist iðulega tónlist. Hann hafi verið óþreytandi að leggja góðum hlutum lið og sé hafsjór fróðleiks. Rögnvaldur hefur spilað undir hjá ýmsum kórum og hópum og verið organisti Sauðárkrókskirkju um árabil.
Samfélagsverðlaun Skagafjarðar eru jafnan afhent á Sæluviku í maíbyrjun og eru árlega veitt þeim einstaklingi, fyrirtæki, stofnun eða félagasamtökum á sveitarfélaginu sem þykja standa sig afburðavel í að efla skagfirskt samfélag.