Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Samfélagsverðlaunahafi Skagafjarðar 2023, Rögnvaldur Valbergsson, ásamt eiginkonu sinni Hrönn Gunnarsdóttur.
Samfélagsverðlaunahafi Skagafjarðar 2023, Rögnvaldur Valbergsson, ásamt eiginkonu sinni Hrönn Gunnarsdóttur.
Mynd / Heba Guðmundsdóttir
Líf og starf 17. maí 2023

Hefur staðið samfélagsvaktina í áratugi

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Rögnvaldur Valbergsson var á dögunum útnefndur handhafi Samfélagsverðlauna Skagafjarðar árið 2023 af atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Skagafjarðar.

Í rökstuðningi segir að Rögnvaldur sé flestum Skagfirðingum að góðu kunnur. Hann hafi staðið vaktina í samfélaginu í áratugi og aðstoðað leika og lærða. Afrek hans séu mörg og tengist iðulega tónlist. Hann hafi verið óþreytandi að leggja góðum hlutum lið og sé hafsjór fróðleiks. Rögnvaldur hefur spilað undir hjá ýmsum kórum og hópum og verið organisti Sauðárkrókskirkju um árabil.

Samfélagsverðlaun Skagafjarðar eru jafnan afhent á Sæluviku í maíbyrjun og eru árlega veitt þeim einstaklingi, fyrirtæki, stofnun eða félagasamtökum á sveitarfélaginu sem þykja standa sig afburðavel í að efla skagfirskt samfélag.

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...