Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Hvanneyrar-pistlar
Líf og starf 19. febrúar 2024

Hvanneyrar-pistlar

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Hvanneyri í Borgarfirði er vel þekktur skólastaður. Að stofni til byggðarhverfi – sveitaþorp – með aldagamlar rætur.

Bjarni Guðmundsson hefur tekið sama þrjú rit um sögu Hvanneyrar.

Það breyttist fyrir einni öld og þriðjungi betur þegar þar var settur búnaðarskóli með tilheyrandi skólabúi. Í dag er Hvanneyri þéttbýli í sveit, raunar háskólaþorp, fjölbreytt að gerð og mannlífi, og með langa sögu.

Nokkurn hluta sögu Hvanneyrar hefur Bjarni Guðmundsson, lengi kennari þar, nú tekið saman í þrjú rit sem hann nefnir Hvanneyrarpistla. Pistlarnir eru harla fjölbreyttir að efni. Þeir eru allt frá sagnfræði byggðri á rannsóknum höfundar og lýsingum á stað og umhverfi til þjóðsagna og munnmæla. Inn í millum er skotið persónulegum minnisgreinum, reynslusögum og jafnvel álitamálum.

Hvanneyrar-pistlana hefur Bjarni kosið að birta í rithlöðu sinni á vefstaðnum www.issuu.com/bjgudm Þar liggja Hvanneyrarpistlarnir frammi á rafrænu formi, öllum sem vilja aðgengilegir til lesturs og án endurgjalds. Er það eins konar framlag Bjarna til Hvanneyrarstaðar eftir 63 ára kynni og samfylgd. Í sparnaðar- og umhverfisverndarskyni og í anda tíðarinnar verður að svo stöddu ekki um prentaða útgáfu Hvanneyrar-pistlanna að ræða.

Þórunn Edda Bjarnadóttir braut um efni Hvanneyrar-pistlanna og gaf þeim afar snoturt og læsilegt útlit. Þeir eru alls 328 bls. að stærð, prýddir fjölda ljósmynda og teikninga.

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 25. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn gæti átt von á þrálátum veikindum. Hann ætti að gæta vel að sjálfum ...

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...