Kindur og lömb við Siglunes í Siglufirði
Halldór Gunnar Hálfdánarson, bóndi á Molastöðum í Fljótum, tók þessa mynd með dróna í byrjun janúar. Þarna er unnið að því að handsama kind og lömb hennar við Siglunes í Siglufirði, en hún hafði ekki látið ná sér fram að þessu. Ætlunin var að dróninn myndi stugga við kindunum en þær létu ekki segjast og þurfti gangnamaður á snjóbroddum að sækja þær. Í víkinni vinstra megin á myndinni sést skipið Örkin sem að lokum flutti ærnar til Siglufjarðar.