Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Kveður mjólkurbúið eftir nær hálfa öld
Mynd / mhh
Líf og starf 2. febrúar 2024

Kveður mjólkurbúið eftir nær hálfa öld

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Jónas Rafn Lilliendahl mjólkurfræðingur náði þeim merkilega áfanga að vinna í 47 ár á sama vinnustaðnum um áramótin.

Jónas lét formlega af störfum hjá mjólkurbúinu á Selfossi, nú MS, um áramótin eftir farsælt starf. „Ég hóf störf hjá Mjólkurbúi Flóamanna í apríl árið 1977 og fór á samning þá um haustið. Mjólkuriðnin heillaði mig, ég þekkti til nokkurra manna í mjólkurbúinu og ákvað að sækja um vinnu, sem ég fékk.

Ég hef unnið við svo að segja allar framleiðslugreinar sem voru í búinu, eins og ostagerð, smjör- og skyrgerð, í vélasal, mjölvinnslu og endaði síðustu árin á rannsóknarstofunni við gæðaeftirlit framleiðslunnar,“ segir Jónas Rafn. „Það sem hefur breyst gríðarlega gegnum árin er að tæknin hefur verið innleidd í nánast allt sem að framleiðslunni kemur. Áður voru nánast allir hlutir gerðir með höndunum en nú fara allar stýringar, stillingar og framleiðsluferlið í gegnum tölvu þannig að það er mikil breyting. Það var ekki óalgengt að maður gengi marga kílómetra í vinnunni dag hvern en nú er mest setið við tölvur, þó ekki alls staðar,“ segir Jónas Rafn og hlær.

En er ekki skrýtið að þurfa ekki að mæta lengur til vinnu? „Jú og nei, en ég hætti mjög sáttur því ég var búinn að gíra mig niður í 50% starf síðustu þrjú árin og búinn að undirbúa mig þannig að ég hef að nógu að hverfa.

Við hjónin erum búsett í Tjarnarbyggð í Árborg og erum með lítið gestahús í ferðaþjónustu, sem ég sé um þannig að ég er ekki hættur að vinna, skipti bara um starfsvettvang. Einnig erum við með hesthús á hlaðinu og tekur það alltaf tíma að hugsa um hrossin og ríða út. Ég hef verið heppinn í lífinu og lífið er mér ljúft í dag, gott að fá að eldast og njóta með fjölskyldunni,“ segir Jónas Rafn, alsæll og kátur með þessi tímamót í lífi sínu nú þegar nýr kafli tekur við.

Stjörnuspá 16. maí - 30. maí
Líf og starf 16. maí 2024

Stjörnuspá 16. maí - 30. maí

Vatnsberinn hefur í mörgu að snúast þessa dagana en er þó frekar skýr í kollinum...

Safnað fyrir Einstök börn
Líf og starf 26. apríl 2024

Safnað fyrir Einstök börn

Stóðhestaveisla Eiðfaxa var haldin 13. apríl í HorseDay-höllinni á Ingólfshvoli ...

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...