Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Þrír af bræðrunum frá Kjóastöðum að syngja í réttunum en systkinin eru sextán. Mörg þeirra mættu í réttirnar.
Þrír af bræðrunum frá Kjóastöðum að syngja í réttunum en systkinin eru sextán. Mörg þeirra mættu í réttirnar.
Mynd / MHH
Líf og starf 29. september 2020

Líf og fjör í Tungnaréttum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Tungnaréttir í Biskupstungum í Bláskógabyggð fóru fram laugardaginn 12. sept­emb­er í blíðskaparveðri. Réttar­stemningin var óvenjuleg í ár því aðeins máttu 200 manns vera í réttunum í einu vegna COVID-19.

Það voru því aðeins bændur og búalið sem sáu um að draga það fimm þúsund fjár sem var í réttunum í dilka sína. Allt gekk eins og smurð vél enda tóku réttarstörfin ekki nema tæplega tvær klukkustundir. Á eftir tóku bændur og þeirra fólk við að syngja nokkra réttaslagara áður en féð var rekið eða keyrt heim á bæina. Magnús Hlynur Hreiðarsson fékk leyfi til að mynda í réttunum.

Þessi Landrover vakti athygli í réttunum en hann var notaður sem kaffi- og nestisbíll fyrir fólkið á Vatnsleysu en bíllinn á lögheimili þar, ættaður úr Víðidalstungu í Vestur-Húnavatnssýslu.

Hjón frá Úthlíð og Heiði áttu góða stund saman í réttunum en þetta eru þau, talið frá vinstri, Inga Margrét Skúladóttir og Ólafur Björnsson frá Úthlíð og Guðmundur Bjarnar Sigurðsson og Guðríður Egilsdóttir frá Heiði. Öll eru þau þó búsett á Selfossi.

Brynjar Sigurðsson á Heiði stjórnaði söngnum af röggsemi og gaf tóninn áður en byrjað var á lögunum.

Skylt efni: Tungnaréttir

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...