Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Þrjú efstu sætin í „Athyglisverðasti liturinn“ sem kosinn er af áhorfendum.
Þrjú efstu sætin í „Athyglisverðasti liturinn“ sem kosinn er af áhorfendum.
Mynd / Eiríkur Vilhelm Sigurðsson
Líf og starf 26. október 2015

Litskrúðugt fé í Holta- og Landsveit

Hin árlega fjárlitasýning hjá fjárræktarfélaginu Lit í Holta- og Landsveit var haldin sunnudaginn 4. október síðastliðinn. 
 
Sýningin var haldin í Árbæjar­hjáleigu og þar gat að líta margar skemmtilegar litasamsetningar, en litafjölbreytileiki er einmitt eitt af einkennum íslenska sauðfjárstofnsins. 
 
Kristinn Guðnason í Árbæjar­hjáleigu vestan Ytri-Rangár, kynnir sýningarinnar, segir að þessi sýning veki stöðugt meiri áhuga, en um 150 manns mættu á litasýninguna að þessu sinni. Formaður fjárræktarfélagsins Lits er Guðlaugur Kristmundsson í Lækjarbotnum, en dómarar voru Sigurgeir Þorgeirsson og Jón Vilmundarson. Var féð dæmt eftir lit og gerð og gilti það til helminga.Verðlaun voru veitt þremur efstu í eftirfarandi flokkum:
  • Lambgimbrar
  • Lambhrútar
  • Ær með lömbum
  • Hrútar með afkvæmum
  • Sérstakasti liturinn – kosinn af gestum.
Á hverju ári gefur eitthvert býlið gimbur sem er boðin upp og stendur hún undir kostnaði við sýningarhaldið. Boðin var upp botnótt gimbur frá Skarði og var það Lilja í Djúpadal sem bauð hæst. 

18 myndir:

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Bænder
Líf og starf 12. júlí 2024

Bænder

Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, k...

Vættafundur á Eyjabökkum
Líf og starf 10. júlí 2024

Vættafundur á Eyjabökkum

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Oddbjörgu Sigfúsdóttur.

Sumarkveðja
Líf og starf 10. júlí 2024

Sumarkveðja

Nú þegar lífið kviknar með sumrinu og golan leikur við kinn, skulum við gleðjast...

Himbrimi
Líf og starf 9. júlí 2024

Himbrimi

Himbrimi er nokkuð stór vatnafugl og er einn af einkennisfuglum íslenskra heiðav...

Sumarsveiflan 2024
Líf og starf 8. júlí 2024

Sumarsveiflan 2024

Áherslur tískunnar fara nokkuð vítt og breitt þetta árið en nú þegar er farið að...

Dugur og elja ofar öllu
Líf og starf 8. júlí 2024

Dugur og elja ofar öllu

Eitt þeirra mætu kvenfélaga sem hér á landi sitja er Kvenfélag Hringsins sem hef...