Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Mikil ánægja með fjölmenningarráð
Líf og starf 16. febrúar 2024

Mikil ánægja með fjölmenningarráð

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Fjölmenningarráð hefur tekið til starfa í Rangárþingi eystra.

Ráðið á að vera sveitarstjórn til ráðgjafar og upplýsingar um málefni sem tilheyra erlendum íbúum sveitarfélagsins. Ráðið fundar einu sinni í mánuði og fara allir fundir fram á ensku. „Við erum virkilega ánægð með að hafa komið ráðinu á laggirnar því við teljum mjög mikilvægt að raddir íbúa með erlendan bakgrunn heyrist og eigi aðgengi að málefnum sveitarfélagsins. Hlutfall erlendra íbúa hjá okkur í dag er um þrjátíu prósent,“ segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri.

Fimm manns skipa ráðið, allt erlendir íbúar. Auglýst var eftir fulltrúum í þrjár stöður í ráðinu. Sláturfélag Suðurlands tilnefndi einn fulltrúa og ferðaþjónustan í Rangárþingi eystra tilnefndi líka einn fulltrúa. Gina Christie hefur verið kjörin formaður ráðsins. Með ráðinu starfar Helga Guðrún Lárusdóttir, sem er fjölmenningarfulltrúi Rangárþings eystra.

Staða harmonikunnar sterk
Líf og starf 30. desember 2024

Staða harmonikunnar sterk

Félag harmonikuunnenda í Reykjavík heldur úti starfi fyrir harmonikuunnendur, sa...

Nýr heimsmeistari í skák
Líf og starf 30. desember 2024

Nýr heimsmeistari í skák

Nýr heimsmeistari í skák var krýndur 12. desember síðastliðinn. Hann heitir Domm...

Ungfrúr Snæfells- og Hnappadalssýslu
Líf og starf 27. desember 2024

Ungfrúr Snæfells- og Hnappadalssýslu

Á seinni hluta nítjándu aldar hófu kvenfélög að stinga upp kolllinum hérlendis, ...

Jólin komu snemma fyrir norðan
Líf og starf 27. desember 2024

Jólin komu snemma fyrir norðan

Það mátti greina spennu og tilhlökkun í augum Þingeyings sem óðamála sagði umsjó...

Sinn er siður í landi hverju
Líf og starf 27. desember 2024

Sinn er siður í landi hverju

Líkt og Íslendingar eiga Grænlendingar og Færeyingar sér sterkar jólahefðir sem ...

Ár umbreytinga og innsæis
Líf og starf 27. desember 2024

Ár umbreytinga og innsæis

Eins og siður er kastaði völva Bændablaðsins beinum sínum og opnaði fyrir flæði ...

Hvað er í jólamatinn og af hverju?
Líf og starf 23. desember 2024

Hvað er í jólamatinn og af hverju?

Spurning dagsins: Hvað er í jólamatinn og af hverju?

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...