Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ellefu nemendur luku námskeiðinu Matarsmiðjan Beint frá býli sem Austurbrú og Hallormsstaðaskóli stóðu fyrir en útskrift var fyrr í þessum mánuði. Á myndinni eru frá vinstri: Halla Eiríksdóttir, Pála Svanhildur Geirsdóttir, Helga Rún Steinsdóttir, Þóra Björk Nikulásdóttir, Bergþóra Valgeirsdóttir, Angelika Ingrid Hofer, Jens Einarsson, Bryndís Fiona Fond, skólameistari í Hallormsstaðaskóla, Sigurður Eyberg Jóhannesson, kennari í Hallormsstaðaskóla, Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir, verkefnastjóri Austurbrú.
Ellefu nemendur luku námskeiðinu Matarsmiðjan Beint frá býli sem Austurbrú og Hallormsstaðaskóli stóðu fyrir en útskrift var fyrr í þessum mánuði. Á myndinni eru frá vinstri: Halla Eiríksdóttir, Pála Svanhildur Geirsdóttir, Helga Rún Steinsdóttir, Þóra Björk Nikulásdóttir, Bergþóra Valgeirsdóttir, Angelika Ingrid Hofer, Jens Einarsson, Bryndís Fiona Fond, skólameistari í Hallormsstaðaskóla, Sigurður Eyberg Jóhannesson, kennari í Hallormsstaðaskóla, Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir, verkefnastjóri Austurbrú.
Mynd / Austurbrú
Líf og starf 7. apríl 2021

Mikill áhugi og gróska í austfirskri matvælaframleiðslu

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Námskeiðinu Matarsmiðjan Beint frá býli, sem Austurbrú og Hallormsstaðaskóli stóðu fyrir í góðu samstarfi, lauk nýverið. „Fólk sér vaxandi tækifæri í matvælaframleiðslu af ýmsu tagi hér fyrir austan, það er mikil gróska í þessari grein og áhuginn greinilegur,“ segir Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir, verkefnastjóri Matarauðs Austurlands hjá Austurbrú.

Námsleiðin er unnin samkvæmt námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og aðlöguð að austfirsku umhverfi. Ellefu nemendur luku náminu og voru útskrifaðir fyrr í þessum mánuði. Verkefnin sem þeir unnu að voru fjölbreytt og endurspegluðu þá grósku sem fyrir hendi er í fjórðungnum.

Heimaplatti sem er í boði á veitingastaðnum Við Voginn á Djúpavogi, en hann samanstendur af matvælum úr heimahéraði.

Bóklegt og verklegt nám

Halldóra Dröfn segir að fyrirkomulag námsins hafi verið með þeim hætti að fyrir áramót var farið yfir bóklega hlutann, þar sem m.a. var komið inn á hugmyndavinnu, gerð markaðsáætlana, verk- og kostnaðaráætlanir og fleira. Nemendur fengu fræðslu um matvælamarkaðinn á Íslandi og kynningu frá MAST og Samtökum smáframleiðenda matvæla. Eins var farið yfir helstu fjármögnunarleiðir og unnið að gæðahandbók. Bóklegi hlutinn var rafrænn.

Á vorönn fór verklegt nám fram í Hallormsstaðaskóla, þar sem nemar fengu kynningu á hreinlæti og örveirufræði, vélum og tækjum til matvælaframleiðslu, næringargildi hráefna, uppskriftum, aukaefnum og merkingum. Halldóra segir að mikil áhersla hafi verið lögð á að miða seinni hluta námskeiðsins við þarfir hvers og eins nemanda og þau verkefni sem hann vann að. Nemendur höfðu aðgang að vottuðu tilraunaeldhúsi í skólanum. Bryndís Fiona Ford skólameistari og Sigurður Eyberg Jóhannesson fagstjóri höfðu umsjón með námskeiðinu.

Hópurinn kynnti sér starfsemi Búlandstinds í ferð sinni um Djúpavog og Berufjörð.

Dagsferð í Berufjörð

Á önninni var farið í dagsferð í Berufjörð og komið við á Djúpavogi. Fyrst var staldrað við hjá hjónunum í Lindarbrekku, Bergþóru Valgeirsdóttur og Eið Gísla Guðmundssyni sem stunda þar hefðbundinn búskap en hafa undanfarin ár þróað vörur úr hreindýrakjöti, gæsabringum og ærkjöti. Þau hafa sjálf byggt aðstöðuna frá grunni. Þá var komið við hjá William Óðni Lefever og Gretu Mjöll Samúelsdóttur, sem stofnuðu Lefever Sause Co. fyrir nokkrum árum, fyrirtæki sem framleiðir sterkar sósur. Rán Freysdóttir hjá veitingastaðnum Við Voginn kynnti svonefnda „heimaplatta“ þar sem eingöngu má finna mat úr Djúpavogshreppi. Þá kom hópurinn  við hjá Búlandstindi þar sem þeir kynntu sér vinnsluna, laxaslátrun og vinnslu uppsjávarfiska. Auk þess heimsótti hópurinn Steinasafn Auðuns.

Fjölbreytt og spennandi verkefni

Halldóra segir að nemendur hafi verið á mismunandi stigi þegar þeir byrjuðu í haust, sumir voru þegar komnir af stað með svo gott sem fullunna vöru en aðrir mættu með áhugann að vopni, með eða án hugmyndar í farteskinu. „Sumir vildu auka við þekkingu sína á markaðnum og ýmsu sem viðkemur því að koma vörunni á framfæri en aðrir brunnu í skinninu að fara út í einhvers konar matvælaframleiðslu,“ segir hún en nemendur komu víða að, frá Djúpavogi, Stöðvarfirði, Héraði, Seyðisfirði og Borgarfirði eystra.

Meðal þess sem þeir unnu að má nefna að geitur komu við sögu, rauður rabarbari, þorskur, ull, ís, jerky, hljóðvist, fjallagrös, ferðamenn, koníak, pylsur, fiskisósa og margt annað sem Halldóra segir að verði gaman að fylgjast með áfram. Flestir nemanna ætla sér ótrauðir áfram með sína vöru þegar þar að kemur og sjá því fyrir sér að sækja um styrk úr Matvælasjóði fyrir sín verkefni.

Halldóra segir að boðið verði upp á námskeiðið að nýju en ekki ljóst sem stendur hvort það verði strax næsta haust eða beðið fram á haustið 2022. „Áhuginn er fyrir hendi og við sjáum til hvernig mál þróast,“ segir hún.

18 myndir:

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...