Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hildur Leonardsdóttir og Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir fengu hugmyndina að gerð húðvaranna í fæðingarorlofi. Þær hafa nú hlotið styrk frá Matvælasjóði til að koma vörunum á markað.
Hildur Leonardsdóttir og Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir fengu hugmyndina að gerð húðvaranna í fæðingarorlofi. Þær hafa nú hlotið styrk frá Matvælasjóði til að koma vörunum á markað.
Mynd / Aðsend
Líf og starf 1. september 2023

Nautatólg í húðvörur

Höfundur: Þórdís Anna Gylfadóttir

Fyrr í sumar úthlutaði matvæla­ráðherra 577 milljónum úr Matvælasjóði. Styrkt voru 53 verk­efni en alls bárust 177 umsóknir til sjóðsins.

Þær Hildur Leonardsdóttir og Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir hlutu þriggja milljóna króna styrk til þess að undirbúa og framleiða íslenskar og eiturefnalausar húðvörur gerðar úr nautatólg.

Bændablaðið ræddi við Hildi um þessa nýjung. „Hugmyndin kviknaði þegar við, ég og Brynja Hlíf, vorum saman í fæðingarorlofi. Við höfðum rætt það að gaman væri að þróa hugmynd að verkefni sem við gætum unnið að saman. Þar sem við aðhyllumst báðar heilnæman og eiturefnalausan lífstíl reikaði hugurinn fljótlega í þá átt. Við komumst að því að nautatólgin er magnað hráefni þar sem hún hefur svipaða fitusýru samsetningu og mannshúðin, rík af A-vítamíni og sterínsýru, sem algengt er að bætt sé út í aðrar húðvörur, en í nautatólginni er þetta náttúrulega til staðar.

Við upphaf verkefnisins höfðum við samband við B. Jensen og Norðlenska og samtals eru þessi fyrirtæki að farga um 100 tonnum á ári af nautafitu. Við veltum því fyrir okkur hvort að það væri hægt að gera eitthvað sniðugt við þetta hráefni og úr varð að þróa krem úr nautatólg,“ segir Hildur.

Íslenskar og eiturefnalausar

Þær fá innanmör hjá B. Jensen og vinna svo fituna sjálfar þar til hún er nýtanleg í húðvörur. „Við skerum fituna smátt og bræðum með vatni og salti. Því næst er hún síuð og þennan leik endurtökum við nokkrum sinnum. Þannig náum við öllu vatni og óhreinindum í burtu.

Að lokum fáum við hreina tólg sem hægt er að nýta í húðvörur. Nautatólgin er eiturefnalaus en það var okkur mikilvægt að búa til eiturefnalausar vörur sem við gætum með góðri samvisku borið á börnin okkar og okkur sjálfar,“ segir Hildur.

Aðspurð segir Hildur að stefnan sé að búa til og framleiða hreint krem úr nautatólginni, krem með aðeins einu innihaldsefni. „Í dag höfum við útbúið frumgerð af kremi úr hreinni nautatólg og erum að vinna í að bæta framleiðsluferlið, gera það betra og eins finna út hvernig við getum gert meira í einu.“ Þær stöllur hafa einnig hug á því að prófa sig áfram og fram undan sé framleiðsla á fleiri kremum, sápum og fitu í matargerð, jafnvel að blanda olíum og jurtum við nautatólgina.

Nautatólgin er eina innihaldsefnið í húðvörunum sem bera heitið Griðungr. Vonir standa til að vörurnar verði komnar á markað á næsta ári.

Vörurnar bera heitið Griðungr

Vörurnar eru hannaðar og þróaðar undir nafninu Griðungr og vinna þær að undirbúningi varanna heiman frá sér en þær eru báðar búsettar á Akureyri. Nýlega hlutu þær styrk frá Matvælasjóði en áður hafa þær einnig hlotið styrki frá uppbyggingasjóði SSNE (samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurland eystra) og úr sjóði frá atvinnumálum kvenna. Hildur segir vonir standa til að fyrstu vörurnar verði komnar á markað á næsta ári.

Þær halda úti samfélagsmiðlum þar sem hægt er að fylgjast með gangi mála, instagram @gridungr.

Skylt efni: nýsköpun

Nauðsyn samvinnu
Líf og starf 17. mars 2025

Nauðsyn samvinnu

Árið 2025 ýtir úr vör þungum róðri tískuiðnaðarins þar sem nýsköpun og sjálfbærn...

Úr sveit á sigurbraut
Líf og starf 17. mars 2025

Úr sveit á sigurbraut

Systkinin Árný Helga og Stefán Þór Birkisbörn voru meðal keppenda á Vetrarólympí...

Fjölnir Íslandsmeistari skákfélaga 2025
Líf og starf 17. mars 2025

Fjölnir Íslandsmeistari skákfélaga 2025

Íslandsmóti skákfélaga lauk um liðna helgi í Reykjavík. Skákdeild Fjölnis varð Í...

Nýir Íslandsmeistarar
Líf og starf 14. mars 2025

Nýir Íslandsmeistarar

Landsliðsmennirnir Sigurbjörn Haraldsson og Magnús Magnússon urðu Íslandsmeistar...

Góður í dreifbýli og borg
Líf og starf 13. mars 2025

Góður í dreifbýli og borg

Bændablaðið fékk til prufu nýjan rafmagnsbíl af gerðinni Polestar 3. Þessi bílat...

Ljóðskáld á tíræðisaldri
Líf og starf 12. mars 2025

Ljóðskáld á tíræðisaldri

Ásmundur Magnús Hagalínsson hefur gefið út sína fyrstu ljóðabók, en hann er nýor...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 10. mars 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn kemur sterkur inn í næstu vikur. Hann þarf að nýta krafta sína vel o...

Nýburagjafir vekja lukku
Líf og starf 5. mars 2025

Nýburagjafir vekja lukku

Nokkur sveitarfélög halda uppi þeirri skemmtilegu hefð að gefa nýburum ársins í ...