Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Budbaatar Ulambayar landbúnaðarfræðingur frá Mongólíu.
Budbaatar Ulambayar landbúnaðarfræðingur frá Mongólíu.
Líf og starf 28. apríl 2015

Ofbeit vandamál sem þarf að leysa

Höfundur: Vilmundur Hansen

Budbaatar Ulambayar er landbúnaðarfræðingur frá Mongólíu og starfar við rannsóknir og ráðgjöf hjá frjálsum félagasamtökum sem stuðla að sjálfbærri nýtingu beitilanda í Mongólíu.

„Starf mitt snýst að stórum hluta um jarðvegsvernd og beitarstjórnun. Ofbeit er mikil í landinu og henni fylgir iðulega gróður- og jarðvegseyðing. Þegar kemur að ofbeit eru það hross og geitur sem eru okkar helsta vandamál þar sem fjöldi þeirra hefur aukist mikið frá 1990 og að mínu mati verður að fækka í þessum stofnum ef ná á tökum á ofbeitinni. Loftslagsbreytingar eru einnig farnar að segja til sín í Mongólíu og land er farið að blása upp vegna þurrka.“

Frjálsu félagasamtökin sem Ulambayar vinnur hjá nefnast Green Gold Pasture Ecosystem Management Programme og þau vinna að rannsóknum á ástandi beitilanda og bættri beitarstjórnun með það að markmiði að koma í veg fyrir hnignun beitilanda og viðhalda gæðum landsins. Þetta gera þau m.a. með því að vinna með hirðingjum sem nýta landið og með því að aðstoða við að samþætta starf stofnana í Mongólíu sem hafa með skipulag, nýtingu og lagaumgjörð beitilanda að gera. „Green Gold Pasture-verkefnið er fjármagnað af þróunarsamvinnustofnun Sviss og tengist svipuðum verkefnum sem unnin eru í nokkrum löndum í Asíu.“

Ulambayar segist vonast til að með námi sínu hér á landi öðlist hann meiri þekkingu á beitarstjórnun og verndun vistkerfa almennt. „Eftir að ég kem aftur heim vonast ég til að geta unnið að verkefni sem felst í að kortleggja beitilönd og meta ástand þeirra og í kjölfar þess veita ráðleggingar um hversu mikil beitin má vera og þannig draga úr hættu á ofbeit. Kortlagning svæðanna er þegar hafin og hluti af verkefni mínu hér er að vinna úr þeim gögnum sem þegar eru fyrirliggjandi.“

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Bænder
Líf og starf 12. júlí 2024

Bænder

Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, k...

Vættafundur á Eyjabökkum
Líf og starf 10. júlí 2024

Vættafundur á Eyjabökkum

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Oddbjörgu Sigfúsdóttur.

Sumarkveðja
Líf og starf 10. júlí 2024

Sumarkveðja

Nú þegar lífið kviknar með sumrinu og golan leikur við kinn, skulum við gleðjast...

Himbrimi
Líf og starf 9. júlí 2024

Himbrimi

Himbrimi er nokkuð stór vatnafugl og er einn af einkennisfuglum íslenskra heiðav...

Sumarsveiflan 2024
Líf og starf 8. júlí 2024

Sumarsveiflan 2024

Áherslur tískunnar fara nokkuð vítt og breitt þetta árið en nú þegar er farið að...

Dugur og elja ofar öllu
Líf og starf 8. júlí 2024

Dugur og elja ofar öllu

Eitt þeirra mætu kvenfélaga sem hér á landi sitja er Kvenfélag Hringsins sem hef...