Þrettán nemendur frá sjö löndum útskrifast
Nemarnir þrettán sem útskrifuðust frá Landgræðsluskólanum í ár koma frá Eþíópíu, Gana, Mongólíu, Úganda, Malaví, Namibíu og Kirgistan. Sjö konur og sex karlar.
Nemarnir þrettán sem útskrifuðust frá Landgræðsluskólanum í ár koma frá Eþíópíu, Gana, Mongólíu, Úganda, Malaví, Namibíu og Kirgistan. Sjö konur og sex karlar.
Aytenew Endeshaw Tatek er umhverfis- og auðlindafræðingur frá Eþíópíu og starfar hjá stofnun sem hefur umsjón með landnýtingar- og umhverfismálum í stærsta héraði landsins.
Salamatkhan Dzhumabaeva frá Kirgistan er menntaður landfræðingur og með doktorsgráðu í vistfræði. Að sögn Dzhumabaeva er landbúnaður mikið stundaður í Kirgistan þó um 90% landsins sé fjallendi.
Budbaatar Ulambayar er landbúnaðarfræðingur frá Mongólíu og starfar við rannsóknir og ráðgjöf hjá frjálsum félagasamtökum sem stuðla að sjálfbærri nýtingu beitilanda í Mongólíu
„Ég er alin upp í norðurhluta Úganda og með menntun í umhverfisfræði,“ segir Joan Angom Atalla, sem starfar sem svæðisstjóri umhverfismála í Alebtong-héraði í Norður-Úganda.
Landgræðsluskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna hefur starfað á Íslandi frá árinu 2007. Skólinn heldur sex mánaða námskeið á hverju ári fyrir sérfræðinga sem koma frá ýmsum þróunarlöndum. Námið felst aðallega í að nema landgræðslufræði, mat á ástandi lands og hvernig stuðla á að sjálfbærri landnýtingu.