Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Sigurður Kristjánsson.
Sigurður Kristjánsson.
Mynd / HKr.
Líf og starf 14. desember 2021

Orðinn að vissu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sigurður Kristjánsson sendi nýlega frá sér ljóðabókina Orðinn að vissu sem er safn 75 ljóða auk lausavísna sem Sigurður hefur samið á undanförnum árum.

Sigurður starfar við skýrsluhald hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins en hefur auk þess verið bóndi, starfað við grjóthleðslur, prófarkalestur og fleira auk þess að hafa áhuga á andlegum málum sem leiddi til þess að hann hefur m.a. aflað sér réttinda til jógakennslu.

Hann hefur fengist við kveðskap og ljóðagerð með einum eða öðrum hætti frá barnsaldri og hefur áður sent frá sér eina ljóðabók, sem ber heitið „Hinn óljósi grunur“.

Útgefandi er bókaútgáfan Sæmundur.


Hverfa mun flest sem fáum við gert,
fjúka og týnast í geiminn.
Aðeins að blessa andartak hvert
er erindi manns við heiminn.

Svipur
Viðmótið sem þú sýnir börnunum
sem verða á vegi þínum,

mun birtast þér í andlitum
starfsfólksins á elliheimilinu
sem þú dvelur á,

ef þú nærð þeim aldri og stöðu
(að þurfa að njóta slíkar þjónustu).

Spurt er
Einn daginn meðan smit Kórónuveirunnar
greindust eitt af öðru
nam ég hvísl Jarðarinnar:

Mér mun borgið,
en hvað um ykkur?


Burt með gerviefnin
Líf og starf 21. janúar 2025

Burt með gerviefnin

Stöðugt rakastig jarðvegs tómataræktar á Ítalíu kom skemmtilega á óvart nú á lið...

Gallabuxnafár, grátið við skákborðið og brúðkaup MC
Líf og starf 20. janúar 2025

Gallabuxnafár, grátið við skákborðið og brúðkaup MC

Það ríkti engin lognmolla í skákheiminum á milli jóla og nýárs. Heimsmeistaramót...

Janúar er mánuður briddsins
Líf og starf 17. janúar 2025

Janúar er mánuður briddsins

Fjölmörg briddsmót fóru fram um jólin hér og þar um landið. Sums staðar þóttu br...

Kría – barnapeysa
Líf og starf 17. janúar 2025

Kría – barnapeysa

Peysan er prjónuð úr einföldum Þingborgarlopa og einum þræði af LoveStory saman....

Bústörf yfir hávetur
Líf og starf 15. janúar 2025

Bústörf yfir hávetur

Verkefni bænda halda áfram þrátt fyrir hátíðarhöld og lögbundna frídaga. Hér eru...

Heimabakað brauð
Líf og starf 15. janúar 2025

Heimabakað brauð

Brauðbakstur er merkilega einföld iðja en um leið afskaplega flókin. Hveiti, vat...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 13. janúar 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn stígur gætilega til jarðar þessi fyrstu skref ársins, uppfullur forv...

Stiklað á stóru
Líf og starf 9. janúar 2025

Stiklað á stóru

Bændablaðið kom tuttugu og þrisvar sinnum út árið 2024. Hér eru endurbirtar sjö ...