Smyrill
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð líkur fálka enda af fálkaættinni, en talsvert mikið minni en íslenski fálkinn. En þótt hann sé smár er hann afar flugfimur og oft talað um að smyrill sé flugfimastur allra af fálkaættinni. Vængjatökin eru hröð enda fer hann létt með að taka vinkilbeygjur á mikilli ferð. Aðalfæða hans eru smáfuglar sem hann eltir og þreytir á flugi. Þó nokkur stærðarmunur er á kynjunum, karlfuglinn er minni, eða lítið eitt stærri en svartþröstur, á meðan kvenfuglinn er nokkuð stærri. Fuglinn á myndinni er karlfugl og sýnir hún ágætlega hversu lítill smyrillinn er, þar sem fuglinn situr á bognum grenitopp. Smyrill er að mestu farfugl á Íslandi, stærsti hluti stofnsins dvelur við Bretlandseyjar yfir veturinn en eitthvað af fuglum dvelja hér allt árið.

Skylt efni: fuglinn

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...