Minkarækt bönnuð í Rúmeníu
Samkvæmt nýrri löggjöf í Rúmeníu mun loðdýrarækt hætta í landinu árið 2027.
Rúmenska þingið samþykkti breytingu á dýraverndarlöggjöfinni þar sem dregið verður úr ræktun minka og silkikanína til þess að nýta af þeim feldinn. Með þessu verður Rúmenía 22. landið í Evrópu til þess að banna loðdýrarækt.
Frá þessu greinir Reuters.
Loðdýrabú í Rúmeníu voru í kringum 150 fyrir áratug síðan, en hafði fækkað í rúm tíu árið 2022. Covid-19 faraldurinn ýtti mjög á fækkun minkabúa í Evrópu þar sem dýrin smituðust af veirunni. Dýraverndarsamtök í Rúmeníu hafa barist gegn framgangi búgreinarinnar og fagna þessari niðurstöðu.